Home / Fréttir / Skyrið okkar slær met á Slow Cheese í Bra

Skyrið okkar slær met á Slow Cheese í Bra

Cheese 2015 básinnSkyrið okkar (hefðbundið íslenskt skyr) og Slow Cheese í Bra. Sagan.

Hér er myndsem kom í dag frá Bra á Ítalíu, þar sem stendur sem hæst Slow Cheese sýningin, stærsta sýninngin í heiminum eingöngu með ostum. Eirny Sigurdardottir er þar stödd ásamt Andrea Manola sem kom sérstaklega frá Bergamo og hafði áður unnið hjá Þorgrimi  á Erpsstöðum.

Allir lögðust nefnilega á eitt til að gera þetta ævintýri mögulegt, þar sem sjálfboðaliðar taka að sér að sýna heiminn hvað alvöru skyr er (og það er EKKI jógúrt frá MS sem ætti ekki að heita skyr erlendis!) Rjómabúið Erpsstaðir framleiddi sérstaklega 70 til 80 kg af skyri sem áttu að fara út. Íslandsstofa og Guðný Káradóttir í fararbroddi þar studdu okkur til að kosta skyrið út. DHL og Caroline Lefort ákváðu að sponsa okkur og gáfu okkur frábært tilboð í flutningi. DHL stóð sig reyndar alveg frábærlega og fagmanlegast í því að fá skyrið út á réttum tíma og eiga hrós skilið.

EN… já það er auðvitað en, annars væri það ekki ævintýri. Við reiknuðum ekki með illsku i ítölskum tollvörðum sem neituðu að hleypa skyrið inn í landið fyrir sýninguna og notuðu ÖLL rök sem þeir gátu fundið til að segja nei, stopp. Eirný og Elisa okkar frá Slow Food stóðu sig eins og hetjur og loks hafðist það, skyrið komst inn í landið sem “Sýnishorn” fyrir sýninguna en fyrst á föstudagskvöld… Einn dagur á sýningunni fór í vaskinn en kannski eftir allt saman var það betra?

Það síðasta sem hefur heyrst frá Eirnýju í hádeginu er að það er brjáluð sala, allir vilja kaupa “alvöru” skyr frá Íslandi og það er líklegt að hún og Andrea verða lens á mánudaginn.

Og ekki nóg með það, vinur okkar Dan Saladin frá BBC Channel 4 (Food Channel) sem við kynntust svo skemmtilega á Salone del Gusto fyrir ári siðan, þekkti Eirnýju aftur og tók langt viðtal við hana um hvað alvöru íslenskt skyr er. Þegar Arla er að selja sitt jógúrt alls staðar í Bretlandi og á Írlandi. Sem íslenskt skyr.

Svona er það, kæru vinir. Að vera í Presidia Slow Food er einfaldlega stórkostlegt tækifæri. Við getum ekki annað en verið stolt af allri vinnu sem þetta hefur kostað okkur, þrautseigu, trú á málefni, vinnu og aftur vinnu. Við erum stolt af okkar menningararfi og verðum að sannfæra fleiri, sérstaklega í ráðuneytinu. Og fá skyrið skráð í Evrópu með IGP eða DOP, sem verndar vöruheitið. Það er næsta skrefið.
Takk Eygló Björk Ólafsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir Óli Þór Hilmarsson, Þóra Valsdottir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þorgrimur Einar Guðbjartsson, Eirný Sigurðardóttir og allir hinir sem hafa komið að þessu. Og til hamingju með íslenska SKYRIÐ.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services