Heim / Fréttir / Uppfærð heimasíða og virkur póstlisti

Uppfærð heimasíða og virkur póstlisti

Heimasíðan hefur verið uppfærð til að mæta kröfum Persónuverndar (GDPR) því við geymum í póstlistanum persónulegar upplýsingar. Þar af leiðandi er nú hægt að skrá sig á póstlistanum til að fá að fylgjast með því sem er að gerast í Slow Food hér heima, á Norðurlöndum og í heiminum. Hnappur efst til vinstri á síðunni opnar skráningarform sem hægt er að fylla út.
Ákveðið var á aðalfundinum að innheimta félagsgjöldin hér heima, árlega, í gegnum heimabankann sem mun auðvelda líf margra. Til þess þurfum við kennitölur allra sem óska þess að vera meðlimir (hægt er að senda hana til [email protected])
Framundan eru nokkrir viðburðir, meðal annars hjá Slow Food Youth (Cornel  Popa og hans fólk), aðrir viðburðir sem áttu að vera snemma í vor og verða seinna, og svo Terra Madre Nordic 2021 sem verður í júní á næsta ári.

Upp

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur