Slow Food Reykjavík boðar til aðalfundar 2024 mánudaginn 4. nóvember kl 20:00 á zoom
Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Stefnumótun næsta árs
Önnur mál
Stjórn SFR leggur til breytingartillögu á 7 gr. á lögum félagsins: að fjölga stjórnarmönnum úr 5 í 7 og einn stjórnarmanna verði varaformaður.
7.greinin hljómar þá svona:
Stjórnin er skipuð sjö manns og tveimur varamönnum. Formaður er kosinn í sérstakri kosningu til tveggja ára. Formaður og þrír stjórnarmenn eru kosnir annað árið, en þrír stjórnarmenn hitt árið, til tveggja ára í senn. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn. Kosning skal vera skrifleg. Stjórn fer með æðsta vald í málefnum samtakanna á milli aðalfunda og sér um að fylgja eftir samþykktum aðalfundar og lögum samtakanna. Stjórn skiptir með sér verkum, gjaldkera, ritara og varaformanns. Stjórn ber ábyrgð á fjárreiðum samtakanna. Fulltrúi í stjórn Slow Food i Norden er sjálfkrafa fulltrúi í stjórn SFR og verður þá mögulega 6 aðili í aðalstjórn. Á aðalfundi skal enn fremur kjósa tvo skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn. Fulltrúi úr Slow Food Youth sitji jafnframt stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi hjá Slow Food í Reykjavík.
Útfærslan á þessari breytingu er að á aðalfundi SFR 2025, verði kosnir tveir nýir fulltrúar, annar til eins árs og hinn til tveggja ára og síðan taki við hefðbundin rótering stjórnarmanna líkt og lög félagsins kveða á um.
Stjórn Slow Food Reykjavík, leggur til að Aðalfundur 2025 verði haldinn eigi síðar en 31. maí 2025
Jóhanna Vilhjálmsdóttir víkur úr varastjórn og þakkar stjórn Slow Food Reykjavík henni kærlega fyrir störf í þágu félagsins.
Dóra Svavarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu. Ekki hafa borist önnur framboð
Árni Þórður Randversson býður sig fram í aðalstjórn
Ægir Friðriksson býður sig fram í varastjórn.
Þórhildur María Jónsdóttir býður sig fram í áframhaldandi setu í aðalstjórn
Hér er hlekkur á fundinn:
Join Zoom Meeting
Meeting ID: 813 8114 6086
Vonumst til að sjá sem flesta við skjáinn.
F.h. stjórnar
Dóra Svavarsdóttir
Formaður Slow Food Reykjavík