Home / Um okkur – skrá sig

Um okkur – skrá sig

Samþykktir
Slow Food í Reykjavík er í dag eina virka deild Slow Food á Íslandi. Samþykktir voru skráðar í desember 2018 og er 5 manna stjórn + 2 varamenn kosin skv. þeim.

SAMÞYKKTIR

1.gr.
Félagið heitir Slow Food í Reykjavík, deild („convivium“) innan vébanda Slow Food International á Ítalíu. Varnaþing þess er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur Slow Food í Reykjavík:
a) Að vinna að verkefnum Slow Food International á Íslandi.
b) Skráning og upplýsingaöflun um verðmætar afurðir og vinnsluaðferðir í útrýmingarhættu, eða sem eiga á annan hátt undir högg að sækja.
c) Styrkja samband smáframleiðenda/bænda/sjómanna við neytendur.
d) Vinna að upplýstri umræðu um umhverfismál og sjálfbærni, svo og áhrif matarvenja og framleiðslu á umhverfið og samfélagið í heild.
e) Matur á að vera: Góður, hreinn og sanngjarn eins og Slow Food International lýsir stoðum hreyfingarinnar. Vinna að slagorðum samtakanna: Matur á að vera góður, hreinn og sanngjarn.
f) Taka þátt í alþjóðastarfi Slow Food International.

3.gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:
a) Halda reglulega viðburði í nafni Slow Food í Reykjavík a.m.k. annan hvern mánuð.
b) Koma hugmyndafræði og sjónarmiðum Slow Food á framfæri í fjölmiðlum og samfélagslegri umræðu.
c) Koma hugmyndafræði Slow Food að hjá ríki og sveitarfélögum sem og fyrirtækjum. Annast útgáfu á fræðsluefni.
d) Útfæra verkefni frá Slow Food International á hverjum tíma.
e) Taka þátt í vinnuhópum, nefndum, fundum um málefni sem varða jafnt matvælaframleiðslu og umhverfismál í breiðum skilningi.

f) Eiga fulltrúa í stjórn Slow Food í Norden og taka virkan þátt í vinnu Norrænu samtakanna.

4.gr.
Einstaklingar geta skráð sig í Slow Food í Reykjavík á heimasíðu félagsins og telst viðkomandi gildur félagsmaður þegar umsókn hefur verið staðfest og greidd (hægt er að greiða til 1 árs eða 3ja ára).
Félagsaðild nær einungis til einstaklinga skv. reglum Slow Food International.

5.gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn sem voru á félagaskrá og hafa greitt félagsgjöldin viku fyrir aðalfund hafa atkvæðarétt á aðalfundi, en aðalfundur er öllum opinn Á aðalfundi skal kjósa kjörstjórn sem sér til þess að kosningar séu lögmætar og leysir úr deilumálum ef einhver eru.

6.gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst fjögurra vikna fyrirvara á heimasíðu og Facebook síðu félagsins svo og útsent fundarboð í tölvupósti til allra félagsmanna eftir því sem við verður komið. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur
meirihluti mættra félagsmanna (eða þátttakanda ef um rafrænan aðalfund er að ræða) ræður úrslitum mála. Skriflegt fundarboð (seinna fundarboð) með dagskrá og með tillögum til lagabreytinga sem leggja á fyrir aðalfund skal senda félagsmönnum með tölvupósti eða kynna með öðrum hætti
með eigi minna en einnar viku fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Stefnumótun næsta árs
Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast stjórn tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund og sendar út af stjórn til kynningar með síðara aðalfundarboði til félagsmanna í síðasta lagi einni viku fyrir aðalfund. Einnig verða lagabreytingar kynntar á heimasíðu Slow Food í Reykjavík.

7.gr.
Stjórnin er skipuð fimm manns og tveimur varamönnum. Formaður er kosinn í sérstakri kosningu til tveggja ára. Formaður og tveir stjórnarmenn eru kosnir annað árið, en tveir stjórnarmenn hitt árið, til tveggja ára í senn. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn. Kosning skal vera skrifleg. Stjórn fer með æðsta vald í málefnum samtakanna á milli aðalfunda og sér um að fylgja eftir samþykktum aðalfundar og lögum samtakanna. Stjórn ber ábyrgð á fjárreiðum samtakanna. Fulltrúi í stjórn Slow Food i Norden er sjálfkrafa fulltrúi í stjórn SFR og verður þá mögulega 6 aðili í aðalstjórn. Á aðalfundi skal enn fremur kjósa tvo skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn. Fulltrúi úr Slow Food Youth sitji jafnframt stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi hjá Slow Food í Reykjavík.

8.gr.
Upphæð félagsgjalda er ákveðin af Slow Food International og sér Slow Food í Reykjavík um innheimtu félagsgjalda. Slow Food í Reykjavík sendir út til alþjóðasamtakanna þeirra hluta af félagsgjöldunum.

9. gr.
Rekstrarafgangi félagsins skal varið í starfsemi félagsins til að ná markmiðum þess.

10. gr
Almennur félagafundur skal boðaður af stjórn. Eins geta 25% skráðra félaga óskað eftir félagafundi. Stjórn og málefnahópar undirbúa félagafundina og auglýsa þá.

11.gr
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með aukinn meirihluta atkvæða (tvo þriðju) og renna eignir og fjármunir ef einhverjir eru til Slow Food International.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi og taka gildi strax.
Dagsetning: 5.12.2018

Síðast breytt á aðalfundi 15. nóvember 2023

 

Undirskrift stjórnarmanna:
Nöfn og kennitölur.
Dominique Plédel Jónsson 101248 2169 formaður
Dóra Svavarsdóttir 090377 3299
Hugrún Geirsdóttir 281185 2419
Gísli Matthías Auðunsson 2503892729
Gunnþórunn Einarsdóttir 161174 4089

Stjorn 2022-2023 

Dóra Svavarsdóttir formaður
Axel Sigurðsson
Sif Matthíasdóttir
Ægir Friðríksson
Þórhildur M. Jónsdóttir (fulltrúi Ísland í stjórn Slow Food Nordic)
Gunnþórunn Einarsdóttir, varamaður
Jóhanna Vilhjálmsdóttir, varamaður

Stjórn 2023 – 2024 Kosin á aðalfundi 15. nóvember 2023

Dóra Svavarsdóttir formaður

Þórhildur M. Jónsdóttir (fulltrúi Íslands í stjórn Slow Food i Norden)

Ægir Friðriksson

Guðmundur Guðmundsson

Svava Hrönn Guðmundsdóttir

Jóhanna Vilhjálmsdóttir, varamaður

Sif Matthíasdóttir, varamaður

 

SKRÁ SIG Í SLOW FOOD Í REYKJAVÍK

 1. Skrá sig beint í gegnum heimasíðu Slow Food International (greiðslukort) www.slowfood.com/joinus og velja “Iceland” (Nýskráning eða endurnýja)
 2. Skrá sig hér og fá reikning í heimabanka: ttps://zoel9oz99ux.typeform.com/to/N3vrq0T0 hægt er að skanna QR kóðann og fara beint á skráningarsíðu.
 3. Félagsgjöldin eru (gengi í október 2020)
  • Einstaklingur 1 ár 50 € (8.100 ISK) 3 ár 140 € (22,700 ISK)
  • Hjón 1 ár 65 € (10.500 ISK) 3 ár 185 € (30.000 ISK)
  • Yngri en 30 ára 1 ár 25 € (4.100 ISK) 3 ár 40 € (6.500 ISK)

 

 

 

 

 

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services