Home / Landnámshænan

Landnámshænan

Mynd Sigurður Már Harðarson

SÖGUMIÐI – FRAMLEIÐSLULÝSING – RÆKTENDUR
(english below)

Ræktendur landnámshænsna  vottaðir af ERL og SLOW FOOD FOUNDATION FOR BIODIVERSITY
Framleiðslureglur (protocol)  sem ræktendur hafa samþykkt að fara eftir

SÖGUMIÐI (Narrative label)

Ræktun íslensku landnámshænunnar hófst snemma á áttunda áratugnum þegar fuglum úr hinum gamla íslenska stofni var bjargað frá útrýmingu. Hún ber í sér einstakt genamengi og hefur öðlast virðingu ræktenda hér heima sem erlendis.

Landnámshænan er nú ræktuð um allt land af frístundabændum og nokkrum smærri eggjaframleiðendum sem láta sér annt um stofninn. Hún er litskrúðugur fugl af meðalstærð, fremur leggjalöng, fiðurlaus á fótum og skegglaus, en oft með fjaðurtopp á höfði.
Landnámshænan hefur mjög ákveðinn og skemmtilegan persónuleika, er mannelsk, mjög sjálfstæð og sjálfbjarga. Hún er ræktuð til eggjaframleiðslu og er haldin í lausagöngu við sveitabæi og í húsagörðum. Nú eru u.þ.b. 5000 fuglar í landinu og telst því stofninn enn í útrýmingarhættu.

Ræktendur eru dreifðir um allt land og halda hænur sínar í lausagöngu. (Nöfn ræktenda hér fyrir neðan).
Hænurnar hafa alltaf aðgang að húsaskjóli í hænsnakofa þar sem varpið fer fram, en sumar þeirra hafa tilhneigingu til að verpa úti og liggja á ef þær fá tækifæri, því landnámshænan er náttúruleg hæna með sterka móðurhvöt.

Egg landnámshænunnar eru örlítið minni en egg þekktra erlendra hænsnategunda. Eggin eru hvít, vax- eða ljóskremuð að lit, með hlutfallslega stóra og litskrúðuga rauðu, og mikla fyllingu í bragði.

Landnámshænan aðlagar sig mjög vel öllum aðstæðum. Í ræktun ganga 7-8 hænur með hverjum hana og aldrei eru fleiri fuglar en 150 saman í hverju húsi. Þær eru eingöngu fóðraðar með lífrænu og óerfðabreyttu fóðri og öll umhirða þeirra miðar að vellíðan og heilbrigði. Þær eru mjög sterkar og hraustar að eðlisfari og ganga lausar allt árið þegar veður leyfir.
Í hænsnakofa hafa þær ávallt aðgang að fóðri og hreinu vatni, loftgæðum og yl og hafa rúmgóða varpkassa og prik til að sitja á samkæmt eðli sínu. Til að forðast innræktun mælir ERL (Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna) með því að reglulega sé bætti inn nýju blóði í ræktina.

ERL hefur umboð Slow Food International samtakanna til að veita ræktendum félagsins leyfi til notkunnar Slow Food Presidium merkis þeirra; rauða sniglinum.
Til þess að öðlast það leyfi þarf viðkomandi að uppfylla ströngustu gæðakröfur Slow Food um ræktun, fóður, umhirðu, aðbúnað og slátrun fuglanna.

Sögumiði ( nýyrði fyrir “Narrative Labels”) er sérverkefni Slow Food sem telur sögu afurðanna, framleiðandanna og virðiskeðjunnar.

NARRATIVE LABEL
Icelandic Settlers Hen
Landnámshæna

The breed
The Icelandic hen arrival in Iceland probably dates back to the 10th century, when it was brought into the country by settlers from Ireland and Norway. Landnámshæna is a colourful, medium-sized bird, without beard or feathered feet. Often speckled, with collars or fringes, it is curious and independent, and has a strong maternal instinct. It is also an excellent forager when outdoors. The last decades and the development of industrial production resulted in the gradual replacement of the Landnámshæna with hybrids, intensively raised on imported grains. The Icelandic hen was saved from extinction around 1970, when very few animals were left. Today, about 5 000 hens are bred in the Country and the breed is still at risk of extinction.

The local area
The breeding farms are situated in different parts of the island: in the fjords, in large alluvial plains in the south and west of the country, and in valleys in the northern and eastern part of Iceland. They are located at an average altitude under 400 m a.s., often surrounded by tree groves, where the hens can graze free.

The animals
Landnámshæna is usually bred in in flocks of 7 or 8 hens for each cock, and no more than 150 animals are held in the same space.
The Presidium producers’ animals are raised as free range: as far as the climate allows, the poultry graze and hunt for bugs and worms in the surroundings; In periods of bad weather conditions, animals are also fed fresh legumes and grains such as barley, wheat, corn and organic feed (GMO free). Farms are provided with nesting and feeding places indoors, and shelters with good ventilation and light, as well as perches and space to respect their natural behaviour. To avoid inbreeding, it is recommended to add new hens about 1/3 of the flock regularly.

The product
Landnámshæna is bred mainly for its eggs. The hens lay most of their eggs in spring, summer and fall, and have a tendency to hide them outside and roost when weather conditions are good. Produced with lower yields than in imported industrial hybrids, the eggs boast a high protein content and are slightly smaller than usual eggs, but richer in taste. They are usually white or light tanned, but the yolk is beautifully strong in colour and especially tasty.
The narrative label is a Slow Food project that tells the story of the product, the producer and the whole supply chain.

 

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services