Home / GMO

GMO

Apríl 2021

Orf Líftækni hefur einu sinni enn sótt um leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í landi Gunnarsholti, í þetta sinn til að rækta vaxtaþætti af  fósturvísum til að framleiða gervikjöt.
Slow Food Reykjavík, ásamt fleiri náttúruverndasamtökum, sendi umsókn til að mótmæla leyfisveitingunni:

Auglýsing Umhverfisstofnunbar um leyfisveiting til Orfs
Slow Food athugasemdir vegna umsóknar Orfs 3.3 2021
Leyfisveiting Umhverfisstofnunnar
2021 03 Greinagerð UST við leyfisveitingu – Leyfi með greinargerð

September 2010
Lög og reglur sem gilda um erfðabreyttar lífverur:
ESB Tilskipun 18/2001
Lög nr 83/2010 (júní 2010 – innfærsla af tilskipun 18/2001)
Norsk lög og reglugerðir um EB í matvæli og fóðurvörum
“Genteknologiloven” norska

September 2010
STAÐA MÁLA VARÐANDI ORF LÍFTÆKNI
Öflug samtök (Neytendasamtökin, Matvís, VOR lífrænir bændur, Slow Food, Náttuverndasamtök Suðurlands, Dýravernd) hafa kært leyfisveitingu 2. september 2009 til Umhverfisráðherra eins og lög gera ráð fyrir. Þessi kæra er mjög umfangsmikil en þar sem yfirvöld hafa ekki fært inn í löggjöfina svokallaða Karthagena-bókunina sem tryggir rétt almennings til að kæra umhverfismál (þar sem náttúran getur ekki varið sig sjálf), þá er formlega einungis VOR eini aðili sem stendur fyrir kærunni. HHægt er að nálgast henni hér fyrir neðan:
pdf_icon  Kæra um leyfisveitingu til handa Orf um útiræktun á erfðabreyttu byggi
Þegar þetta er skrifað þ. 26. september er enn bepið úrskurð frá´Umhverfisráðherranum og Orf hefur fengið að uppskera í fríði skv. leyfinu.

En athygli vekur að Orf fer ekki einu sinni að ksilyrðum sem voru sett í leyfinu sem Unhverfisstofnun veitti, sem sagt að hafa ramagnsgirðingu í kringum reitinn og net sem kemur í veg fyrir aðgang fugla, og Umhverfisstofnun hefur greinilega ekki gert neinar athugasemdir við það.

Á meðan rekur Orf stórfellda auglýsingaherferð um að þeir ætla í stórfellda akuryrkju og virðist vera að þeirra forsendur fyrir henni sé að erfðabreytta byggið er ekki ætlað til manneldis eða dýrafóður, og ekki ætlað til sölu beint heldur – þar af leiðandi gildi ákvæði ESB tilskipunar 18/2001 sem hefur verið fært inn í íslensku lagaverki, ekki fyrir þá. Þeir gleyma þó að ákvæði í tilskipuninni gilda fyrir útiræktaðar erfðabreyttar plöntur og afurðir þeirra og má hvorugt fara á markað á tilraunaleyfi eins og Orf hefur fengið frá Umhverfisstofnun – og er kært.

Júní 2009.

UMRÆÐAN UM UMSÓKN ORF LÍFTÆKNIS EHF TIL AÐ RÆKTA ERFÐABREYTT BYGG Á ÍSLANDI HEFUR VERIÐ ÁBERANDI UNDANFARNAR VIKUR, OG ÞÓ NOKKRIR HAFA VAKNAÐ VIÐ VONDAN DRAUM: VITUND OG þEKKING MANNA UM EB-LÍFVERUR ERU AF SKORNUM SKAMMTI OG ENGIN UMRÆÐA HEFUR ÁTT SÉR STAÐ, TIL DÆMIS VIÐ FYRRI LEYFISVEITINGU FYRIR ORF.

LÖGGJÖFIN OKKAR ER ÚRELT : UNNIÐ ER EFTIR REGLUM SEM VORU SETTAR Í EVRÓPU FYRIR 20 ÁRUM SÍÐAN EN AÐRAR REGLUR FRÁ 2001 ERU NÚ GILDANDI UM ALLA EVRÓPU NEMA Á ÍSLANDI.

ÁRIÐ 2003 VAR SETT REGLUGERÐ UM ALLA EVRÓPU UM MERKINGU EB-MATVÆLI – Í 16 ÁR HAFA EVRÓPUBÚAR GETAÐ VALIÐ HVORT ÞEIR VILJA KAUPA EB-MATVÆLI EÐA EKKI… EKKI ÍSLENDINAGAR, EINA ÞJÓÐIN. NORÐMENN, SEM ERU Í EES EINS OG ÍSLENDINGAR, INNLEIDDU REGLUGERÐINA ..15. SEPTEMBER 2005 !

SLOW FOOD MUN VERA ÁFRAM Á VAKTINNI OG STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ ÍSLAND VERÐI GMO-FRJÁLST.

no-gmoÞað er ekki úr vegi að ítreka hér hver aðstaða Slow Food er gagnvært erfðabreyttum lífverum og hvers vegna Slow Food Reykjavík hefur unnið náið með “Kynningarátaki um erfðabreyttar lífverur”. Í þeim hóp eru Neytendasamtökin, Landvernd, NLFÍ, Matvís og Vottunarstofan Tún.

Manifesto Alþjóðlega nefndin um framtíð matvæla og landbúnaðar  (www.future-food.org)
Slow Food hefur sent frá sér fyrir löngu yfirlýsingu (Manifesto) um að dreifing á erfðabreyttum lífverum í náttúrunni sé ógn við líffræðilega fjölbreytni (biodiversity) sem þegar er ógnað af mörgum öðrum þáttum eins og loftslagsbreytingum af völdum manna eða græðgisvæðingu. Slow Food hefur alla tíð staðið vörð um þessa fjölbreytni og verkefni eins og Ark of Taste eða Presidiæ eru byggð á þeirri hugmyndafræði. Það hefur komið í ljós að erfðabreyttar plöntur sem eru notaðar til manneldis og innihalda aukagen til að gera þær ónæmar fyrir ákveðnum eiturefnum sem eiga að eyða skordýr eða illgresi (t.d. Monsanto mais, en líka bómull, repja, canola, hrísgrjón og margt annað) ýta undir því að illgresi og skordýr mynda mótefni sem heimta meira eiturefni. Dreifing þeirra plantna með offorsi stórfyrirtækja eins og Monsanto, Bayer eða Sygenta gerir það að verkum að staðartegundir (eins og mais í Mexikó) hafa ekki möguleika á að varðveitast og hverfa.
Vandana Shiva (Indland) er formaður nefndarinnar.

EB-matvæli
Þegar talað er um matvæli er ekki verið að tala um “Frankenstein Food” eins og sumir flagga í hæðni, heldur er móttó Slow Food að “maturinn sé bragðgóður, hreinn og sanngjarn” – og erfðabreytt matvæli sem innihalda gen til að gera plöntuna ónæma fyrir eiturefni eða annað geta ekki með nokkru móti kallast hrein. EB-plöntur sem þýða einkaleyfi á sáningavöru og koma í veg fyrir að bóndinn geti notað fræin til að sá að ári liðnu geta ekki kallast sanngjarnir viðskiptahættir. Slow Food hugtakið fer einfaldlega ekki saman við EB-matvæli og neytandinn verður að hafa valið til að sneiða framhjá þeim, það þarf þar af leiðandi að merkja matvæli – hér er löggjöfin enn ábótavant á Íslandi miðað við Evrópu því matvæli í öllum löndum Evrópu nema á Íslandi eru merkt GMO-free eða ekki… síðan 2003 !

EB-lífverur á Íslandi, náttúruvernd og hagsmunir.
Slow Food Reykjavík hefur ákveðið að starfa með Kynningarátakinu á þessum forsendum þegar upp kom að Orf ætlaði að rækta EB-bygg með lyfjapróteín utandyra til að framleiða vaxtaþætti fyrir lyfja- og snyrtivöruiðnaðinn. Eins og við höfum margoft sagt er ekki verið að ráðast á starfsemi ORF sem fer fram í gróðurhúsinu í Grindavík, erfðatæknin er staðreynd og ekki er þessi hópur að mótmæla henni. En um leið og talað er um að sleppa EB-byggi í náttúrunni á stóru svæði (allt að 10 ha !) segjum við stopp: útiræktun til að setja afurðirnar á markaðinn er ekki leyfð í ESB/EES sem taka ákvörðun um það (ekki Íslendingar), tilraunaræktun er leyfð eftir því sem yfirvöld segja til um en í þessu tilfelli hefur áhættumat ekki farið fram sem slikt og erftirlit með fyrri tilraunum hefur verið verulega ábótavant.

Þegar varaformaður Ráðgjafarnefndarinnar sem er einnig aðstoðaforstjóri Náttúrufræðistofnun (einu aðilarnir sem gefa Umhverfisstofnun álit um að samþykkja leyfisveitingu eða ekki – og sami maður í lykilstöðu í Þeim báðum) segir á kynningarfundinum að “EB-plöntur á Þingvöllum eru mun hættuminni en lúpínan” – þá má spyrja hver hefur hagsmuni náttúru Íslands á sinni könnu…

Í víðara samhengi.
En Slow Food er margt annað líka og til marks um það er málþingið sem við héldum 9. maí um Staðbundna matarmenningu (með Beint frá Býli og Matís), Hátíð Hafsins um s.l. helgi þar sem við vorum með sömu hugmynd en hér með sjávarfang, og í haust munum við standa fyrir Slow Food kvikmyndahátíð með Reykjavík International Film Festival og Norræna Húsið.

Ég minni svo á að það er aðkallandi að gerast meðlimi í Slow Food með því að fara á www.slowfood.com – þetta er eina leiðin til að styrkja samtökin hér.

UPPLÝSINGAR UM EB-LÍFVERUR:

SLOW FOOD REYKJAVÍK GREINAR
* Áskorun Slow Food Reykjavík til Umhverfisráðherrans, Umhverfisnefndar og Umhverfisstofnunarinnar
sjá hér

* Grein eftir Dominique í Mbl. 7. júní “Erfðabreyttar lífverur – villandi upplýsingar?”
sjá hér

* Grein eftir Eygló B. Ólafsdóttur í Landbúnaðarblaðinu 11. júní
sjá hér

Á íslensku.

www.erfdabreytt.net
Heimasíða Kynningarátaksins um EB-lífverur. Í þessum hóp eru:
Neytendasamtökin www.ns.is
Landvernd www.landvernd.is
NLFÍ www.nlfi.is
Vottunarstofan Tún www.tun.is
Matvís www.matvis.is

www.natturan.is
Þar eru margar greinar um erfðabreyttar lífverur, þessi heimasíða er viskubrunnur varðandi umhverfismál almennt og erfðabreyttar lífverur þar á meðal.

www.ust.is/erfdabreyttarlifverur
Aðallega um regluverkið á Íslandi og umsóknir Orf Líftæknis ehf.

Á ensku.
Ótalmargar síður eru tileinkaðar EB-lífverum en benda má á nokkrar:

www.aaemonline.corg
Amerískt læknafélag kallar á að genbreyttar matvörur verða bannaðar, mjö faglega rökstutt.

www.seedsofdeception.com
útfrá samnefnda bók sem Jeffrey Smith hefur skrifað og hefur verið heimsmetabók.

www.gmo-compass.org
Mjög viðtækur breskur upplýsingabanka, síða um allt sem skiptir máli varðandi EB-lífverur. Innkaupalisti fyrir EB-frjáls matvæli.

www.responsibletechnology.org
Fjölbreytt síða, full af upplýsingum, m.a. (en gildir fyrir BNA) Innkaupalisti fyrir EB-frjáls matvæli.

Frá Evrópu:
www.gmoinfo.jrc.ec.europa.eu
Opinber (ESB) upplýsingabanki um EB-lífverur í Evrópu (m.a. sendar umsóknir um leyfi til ræktunar)

Á NORÐURLÖNDUM:
Svíþjóð.
www.hejdagmo.se
Greenpeace í Svíþjóð – allt sem gerist í Svíþjóð, á Norðurlöndum eða í heiminum er þar.
www.gmofri.se
Hér er meðal annars Innkaupalisti fyrir EB-frjáls matvæli.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services