Heim / Slow Food

Slow Food

Slow Food hefur verið starfandi á Íslandi frá því árið 2001, þegar fyrsta íslenska deildin var stofnuð sem ber nafnið Slow Food í Reykjavik Convivium. Ætla má að hátt í 200 manns hafi verið skráðir meðlimir á Íslandi frá upphafi.   Í desember 2019 er stjórn deildarinnar nú skipuð eftirfarandi einstaklingum:

Dóra Svavarsdóttir (formaður) dora (hjá) culina.is
Dominique Plédel Jónsson (ritari), dominique (hjá) simnet.is
Gunnþórunn Einarsdóttir (gjaldkeri) gunnthorunn (hja) vinbudin.is
Ragnheiður Axel raxel (hjá) islenskhollusta.is
Sveinn Kjartansson sveinn.kjartansson (hjá) sedlabankinn.is
Varamenn:
ÓlafurDýrmundsson oldyrm(hjá)gmail.com
Svavar Halldórsson s.halldorsson (hjá)master.unisg.it

Meðlimir eru skráðir sjálfkrafa í þá deild sem er næst þeirra búsetustað.  Almennt hvetur Slow food til stofnunar fleiri deilda, t.d. eftir landssvæðum eða borgum.  Nánari upplýsingar um það má finn á aðalheimasíðu Slow food  www.slowfood.com.

Innan Slow Food í Reykjavík hafa verið starfandi hópar utan um einstök mál og/eða verkefni, allt eftir tilefni á hverjum tíma.  Eftirfarandi hópar hafa unni’ mikla vinnu

  • hópur um erfðabreyttar lífverur
  • hópur um stofnun og þróun bændamarkaða á Íslandi
  • vinnuhópur matreiðslumanna um bragðmenntun almennings
  • Chef’s Alliance, matreiðslumenn styðja notkun afurða í Bragðörkinni/Presidia
  • “Ark committee” sem hefur stýrt skráningar í Örkina og Presidia
  • Hópur um Diskósúpa gegn matarsóun
  • hópur um norrænt samstarf

Allt starf á vegum Slow food á Íslandi er unnið í sjálfboðavinnu.

Slow Food á Facebook:

Hópur: skráðu þig hér til að vera með í umræðunni.

Síða: smelltu “like” á þessari síðu til að fá upplýsingar beint á þína Facebook síðu.

Upp