Home / Hvað er Slow Food?

Hvað er Slow Food?

Skýrt og skorinort: stutt myndband á YouTube:

https://www.youtube.com/watch?v=xgfXYR15aLQ&feature=youtu.be

Í kjölfar hraðrar útbreiðslu “fast food” byltingarinnar spratt upp félagsskapur í Evrópu sem nefnist “Slow Food”. Í stuttu máli hratt stöðlun í matvælaframleiðslu og aukin útbreiðsla næringarsnauðs og einsleits skyndibitafæðis þessari þróun af stað. Hópur fólks, með Ítalann Carlo Petrini í broddi fylkingar, kom af stað grasrótar hreyfingu sem í dag á meðlimi í rúmlega 100 löndum.

Megin markmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Einkunnarorð samtakanna eru Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir.

Í höfuðstöðvum Slow Food á Norður Ítalíu starfa um 100 manns að ýmsum stórverkefnum og útgáfustarfsemi, auk þess sem alþjóðlegt net áhugafólks efna til viðburða í sínum heimalöndum í gegnum deildir eða svokölluð “convivium”.

Slow food stendur fyrir ýmsum stórum verkefnum alþjóðlega sem eiga sér orðið fastan sess í heimi matargerðarlistar- og framleiðslu, sem dæmi má nefna:

Salone del Gusto, sem er risaviðburður, haldinn annað hvert ár í Torino borg á Norður Ítalíu. Þar fara fram yfir 300 smakkanir og fyrirlestrar um sértæk matvæli, samhliða smakkanir og önnur fræðslustarfsemi, enda eru þar komnir saman margir mestu sérfræðinga á sviði menningarlegrar matvælaframleiðslu, víngerðar og matseldar víðs vegar af úr heiminum.

Terra Madre, stærsta bændaráðstefna í heimi, þar sem saman koma smáframleiðendur frá u.þ.b. 150 löndum er haldin samhliða Salone del Gusto. Þetta er þungamiðja í viðburðaröð Slow food sem miðar að því að stytta bilið milli framleiðenda og neytenda.

 

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services