Heim / Carlo Petrini á Íslandi 2017

Carlo Petrini á Íslandi 2017

Forseti Slow Food International og stofnandi samtakanna, Carlo Petrini, heimsótti Ísland í maí 2017. Hann hitti matreiðslumenn sem stofnuðu Slow Food Chef’s Alliance við það tækifæri, Þóra Arnórsdóttir tók einstakt viðtal við hann – á ítölsku, hann hitti fullan sal af áhugasömu fólki í Háskóla Íslands, þökk sé Guðjóni Þorkelssyni. Hann fór einnig austur til Egilsstaða þar sem hann heillaði einnig fólk uppúr skónum, hvort sem það var úr bændaröðum (Berglind og Svavar á Karlsstöðum og fleiri), veitingahúsum, framleiðensdum eða fjölmiðlum. Ekki spillti fyrir að veðurguðirnir ákváðu að taka fallega á móti honum.
Carlo Petrini hefur án efa verið sem oftar innblástur fyrir fjölmarga sem fengu bæði skýrari mynd af því sem Slow Food er að vinna að á heimsvísu, og hugmyndir um hvað þarf að gera á Íslandi.

(Myndir Hlédís Sveinsdóttir)
Þóra Arnórsdóttir tók viðtal við Carlo fyrir Kastljósið
Ásamt Sveini Kjartanssyni í Norræna Húsinu Bistro Aalto
Chef’s Alliance stofnað og listinn afhentur
Flott viðtal í Morgunblaðinu
Upp