Home / Carlo Petrini á Íslandi 2017

Carlo Petrini á Íslandi 2017

Forseti Slow Food International og stofnandi samtakanna, Carlo Petrini, heimsótti Ísland í maí 2017. Hann hitti matreiðslumenn sem stofnuðu Slow Food Chef’s Alliance við það tækifæri, Þóra Arnórsdóttir tók einstakt viðtal við hann – á ítölsku, hann hitti fullan sal af áhugasömu fólki í Háskóla Íslands, þökk sé Guðjóni Þorkelssyni. Hann fór einnig austur til Egilsstaða þar sem hann heillaði einnig fólk uppúr skónum, hvort sem það var úr bændaröðum (Berglind og Svavar á Karlsstöðum og fleiri), veitingahúsum, framleiðensdum eða fjölmiðlum. Ekki spillti fyrir að veðurguðirnir ákváðu að taka fallega á móti honum.
Carlo Petrini hefur án efa verið sem oftar innblástur fyrir fjölmarga sem fengu bæði skýrari mynd af því sem Slow Food er að vinna að á heimsvísu, og hugmyndir um hvað þarf að gera á Íslandi.

(Myndir Hlédís Sveinsdóttir)
Þóra Arnórsdóttir tók viðtal við Carlo fyrir Kastljósið
Ásamt Sveini Kjartanssyni í Norræna Húsinu Bistro Aalto
Chef’s Alliance stofnað og listinn afhentur
Flott viðtal í Morgunblaðinu
Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services