Home / Íslenska geitin

Íslenska geitin

Sögumiði – Narrative Label

Geitin – búfjárkynið

Íslenska geitin kom til Íslands um 874 e.Kr., flutt af fyrstu landnemunum sem komu til eyjarinnar frá Noregi. Tegundin er lítil / meðalstór og bæði huðnur og hafrar eru yfirleitt með skegg og horn sem geta verið bein eða örlítið snúin. Næði kynin geta líka verið kollótt. Tölur sýna að 20% geitanna eru hvítar og 80% eru í öðrum litum (aðallega flekkótt, golsótt, svört og grá litaafbrigði).. Þær eru notaðar fyrir kjöt og mjólk, sem og fyrir kasmírull úr fínasta hárinu (fiðunni) næst skinninu.
Frá upphafi 20. aldar hefur tegundin verið í útrýmingarhættu með færri en 100 dýr skráð um 1960. Í Presidia sameinast bændur í Geitfjárræktarfélaginu, og hefur GFFÍ stutt með virkum hætti fjölgun íslensku geitarinnar.

Nærumhverfið
Íslenska geitin er ræktuð um allt land, á býlum sem eru staðsett í allt að 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Býli ræktendanna eru staðsett í mjög breytilegu umhverfi, allt frá sléttum breiðum dölum, til sjávarlenda og hæðóttrar sveita, í kringum þau eru tún þar sem geiturnar geta verið á beit á sumrin og hey fæst til vetrarbirgða.

Dýrin

Flestir eru enn með minna en 20 geitur, þó að nokkrir hafi nú hjarðir frá 50 upp í 200 gripi, en heildarstofninn er um 1620 geitur. Dýrin eru á beit í kringum bæina í að minnsta kosti 12 vikur á sumri. Nokkrir bændur hafa aðgang að landi upp til fjalla. Yfir veturinn, þegar veðurskilyrði leyfa ekki beit, er þeim haldið inni, í húsum með góðri loftræstingu og birtu. Á þessu tímabili er geiturnar aðallega fóðraðar með heyi, plastpökkuðu rúllu-eða ferbaggaheyi með háu þurrefni frá eigin túnum eða nágrannabændum, með viðbót af höfrum og korni þó aðeins innan við 10% af öllu fóðrinu. Engar erfðabreyttar plöntur eru leyfðar. Mökun er aðallega náttúruleg og kiðlingar eru á spena hjá mæðrum sínum í minnst 4 vikur. Ungum geitum er slátrað 5-7 mánaða að aldri í viðurkenndum sláturhúsum frá því í lok ágúst og fram í október.

“Sögumiðinn” er Slow Food verkefni sem segir sögu vörunnar, framleiðandans og alla aðfangakeðjuna.

Framleiðendur í Slow Food Presidia

 

Framleiðslureglur (“Protocol”)

2022 Icelandic Goat Presidium Protocol (framleiðslureglur)  EN ÍSL

 

Nánari upplýsingar:

Heimasíða Geitfjárræktarfélagsins (GFFÍ)
Heimasíða Elsu Þorbjarnadóttur (hér orðaskýringar)

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services