Kæru félagar í Slow Food
Þriðjudagskvöldið 6. maí kl 19:30 er aðalfundur félagsins og verður hann í gegnum forritið zoom.
Hér er hlekkur á fundinn
Join Zoom Meeting
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikning
Stefnumótun næsta árs
Önnur mál
Önnur mál
Fram eru komnar tvær tillögur að lagabreytingum
a) Félagið heitir Slow Food á Íslandi, deild („convivium“) innan vébanda Slow Food International á Ítalíu, og verður skráð sem Slow Food Icelandic Network þar.
Tekur þessi breyting til allra greina samþykkta þar sem nafn félagsins kemur fram.
b) Viðbót við 1. gr.
Lögheimili félagsins er hjá sitjandi formanni.
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að fjölga í stjórn um tvo og verða 7 í aðalstjórn og 2 í varastjórn.
Kjörtímabili þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Svövu Hrannar Guðmundsdóttur er til endurnýjunar og gefa þau bæði kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Fram eru komin tvö ný framboð til stjórnar:
Halla Sigríður Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri – Fagradal og Hafliði Halldórsson, matreiðslumeistari og formaður Icelandic lamb
Í varastjórn eru tvö framboð:
Steinunn Lilja Svövudóttir, matreiðslumaður og bóndi og Dísa Anderiman landnámshænuræktand.
Hlökkum til að sjá ykkur við skjáinn þriðjudaginn 6. maí kl 19:30 (áætluð fundarlok eru kl 21:00)