Aðalfundur Slow Food Reykjavík samtakanna verður þriðjudaginn 6. maí nk. kl. 19:30 á zoom.
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að fjölga í stjórn samtakanna og auglýsum við því nú eftir 2 nýjum meðlimum í aðalstjórn og 2 í vara stjórn. Sif Matthíasdóttir og Ægir Friðriksson sem hafa verið með okkur í varastjórn gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Við þökkum þeim kærlega fyrir frábæra samvinnu. Guðmundur Guðmundsson og Svava Hrönn Guðmundsdóttir gefa bæði kost á sér áfram í aðalstjórn.
Undanfarið hefur Stjórn Slow Food Reykjavík unnið að því að fá að breyta nafni félagsins. Við erum eina virka Slow Food deildin á Íslandi og félagar dreifðir um landið allt. Slow Food International tók vel í þá beiðni okkar og hefur samþykkt að félagið megi heita Slow Food Icelandic Network, og megi noti Slow Food á Íslandi í starfi okkar hér innan lands. Mun því lagabreytingartillaga um nafnabreytingu vera tekin fyrir á aðalfundi.
Reikningur með félagsgjöldum hefur verið sendur út til allra félagsmanna, til að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa þau að vera greidd.
Framboð til stjórnar og lagbreytingartillögur má senda á [email protected] fyrir 28. apríl.
Hér má sjá gildandi samþykktir félagsins: https://slowfood.is/askurinn/
Margir viðburðir eru í pípunum, bæði hér heima og erlendis og það er gaman og gefandi að taka þátt í fjölþjóðlegu starfi Slow Food og vinna að Góðum, hreinum og sanngjörnum mat.
Ef þú ert ekki félagi, en villt koma með okkur, þá er hér hlekkur á skráningarsíðu samtakanna: https://zoel9oz99ux.typeform.com/to/N3vrq0T0