Home / Fréttir / Aðalfundur Slow Food Reykjavík

Aðalfundur Slow Food Reykjavík

Aðalfundur Slow Food Reykjavík samtakanna verður þriðjudaginn 6. maí nk. kl. 19:30 á zoom.

Á síðasta aðalfundi var samþykkt að fjölga í stjórn samtakanna og auglýsum við því nú eftir 2 nýjum meðlimum í aðalstjórn og 2 í vara stjórn. Sif Matthíasdóttir og Ægir Friðriksson sem hafa verið með okkur í varastjórn gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  Við þökkum þeim kærlega fyrir frábæra samvinnu. Guðmundur Guðmundsson og Svava Hrönn Guðmundsdóttir gefa bæði kost á sér áfram í aðalstjórn.

Undanfarið hefur Stjórn Slow Food Reykjavík unnið að því að fá að breyta nafni félagsins. Við erum eina virka Slow Food deildin á Íslandi og félagar dreifðir um landið allt. Slow Food International tók vel í þá beiðni okkar og hefur samþykkt að félagið megi heita Slow Food Icelandic Network,  og megi noti Slow Food á Íslandi í starfi okkar hér innan lands. Mun því lagabreytingartillaga um nafnabreytingu vera tekin fyrir á aðalfundi.

Reikningur með félagsgjöldum hefur verið sendur út til allra félagsmanna, til að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa þau að vera greidd.

Framboð til stjórnar og lagbreytingartillögur má senda á [email protected]  fyrir 28. apríl.

Hér má sjá gildandi samþykktir félagsins: https://slowfood.is/askurinn/

Margir viðburðir eru í pípunum, bæði hér heima og erlendis og það er gaman og gefandi að taka þátt í fjölþjóðlegu starfi Slow Food og vinna að Góðum, hreinum og sanngjörnum mat.

 

Ef þú ert ekki félagi, en villt koma með okkur, þá er hér hlekkur á skráningarsíðu samtakanna:  https://zoel9oz99ux.typeform.com/to/N3vrq0T0

 

 

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services