Laugardaginn 29. apríl verður Alþjóðlegi Diskósúpudagurinn. Þetta er viðburður Ungliðahreyfingar Slow Food til að vekja athygli á því mikla vandamáli sem matarsóun er.
Við tökum að sjálfsögðu þátt og þér er boðið í tjútt og mat á Kaffistofu Samhjálpar milli kl 18.00 – 21.00 á laugardaginn 29. apríl.
Sjaldan hefur það verið jafnmikilvægt að gæta þess að allur matur og hráefni rati á rétta staði og nýtist þeim sem þurfa á að halda. Sóun á sér stað alstaðar í virðiskeðju matvæla, hittumst, ræðum saman og verum hluti af lausninni.
Viðburðurinn er í samvinnu við Samhjálp, og það væri frábært að sjá ykkur sem flest á staðnum.