Home / Fréttir / BragðaGarður 2024

BragðaGarður 2024

BragðaGarður
Slow Food Reykjavík samtökin halda 2 daga Slow Food hátíð í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur 18. & 19. október.
Föstudaginnn 18. október, 11:00 – 17:00 er sérstök áhersla á fræðslu og vinnustofur sem höfða til ungmenna á aldrinum 16 – 20 ára.

Skynmats vinnustofur: Bragð, lykt og áferð matarins.
Smakk vinnustofur: skyr, geitaafurðir, kartöflur og jurtakokteilar.
Hvaðan kemur maturinn okkar? Umræður við bændur og smáframleiðendur
Matartengdur ratleikur og þrautaborð.

Diskósúpa til að vekja athygli á matarsóun og leiðum til að sporna við henni, gestir taka þátt í að útbúa súpuna og kl 15:30 verður súpan klár og plötusnúður kemur til að þeyta skífum. Borðum súpuna saman ásamt veitingum frá Kaffi Flóru þar sem þetta mikilvæga umhverfismál er rætt í þaula.

Nemendur úr Hótel og Matvælaskólanum í MK fræða jafnaldra sína um mat og matartengd málefni.
Vinnustofur

Föstudagurinn 18. október

kl 16:00 Stefnumótun vörumerkis

Árni Þórður Randversson verður með vinnustofu um Stefnumótun vörumerkis, sérstaklega miðaða að frum- og smáframleiðendum. Hann er nýlega útskrifaður úr The University of Gastronomic Sciences í Pollenzo á Ítalíu, sem er Slow Food háskóli. 

Laugardagurinn 19.október

kl 12:00 Hringrásarhagkerfi matvæla

Þórdís V. Þórhallsdóttir, ein af þeim sem stendur á bakvið Frískápa samfélagið. 

kl 13:00 Upprunamerkt á matseðli?

Hafliði Halldórsson, Icelandic lamb ræðir um hugmyndir okkar hvaðan maturinn okkar kemur og hvernig það skiptir mál

kl 14:00 Heill heimur af sveppum

Michele Rebora & Heiða Björg Tómasdóttir, þau eru öflug í sveppatínslu og kunna margar skemmtilegar leiðir til að geyma og vinna þá.

kl 15:00 Matur á Skyggnissteini

Dagný Guðmundsdóttir segir frá hvernig hún vinnur úr villtum jurtum og ræktuðum úr matarkistunni á Skyggnissteini.

Laugardaginn 19. október 11:00 – 17:00
matarmarkaður Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.
• Ásakaffi góðgæti
• Huldubúð
• Sólheimar sjálfbært samfélag
• ÁsaG heitar súkkulaðibombur
• R-rabarbari
• Búkonan – matarhandverk
• Breiðagerði
• Háafell Geitfjársetur
• Hrísakot
• Loki foods
• Svava Sinnep
• Krispa Fisk Snakk
• Krukkur og kruðerý
• Fine Foods
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Viðburðinn er ókeypis og öllum opinn.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services