Home / Fréttir / BragðaGarður – Slow Food hátíð í Grasagarðinum 26.–27. september

BragðaGarður – Slow Food hátíð í Grasagarðinum 26.–27. september

BragðaGarður er tveggja daga hátíð sem fagnar matarmenningu, sjálfbærni og líffræðilegri fjölbreytni – haldin í Garðskálanum í Grasagarði Reykjavíkur. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn og er að vanda fjölbreytt dagskrá sem hentar flestum hópum.

Dagskráinn á föstudeginum er sérstaklega sniðin að ungu fólki, nemendur úr matvælagreinum við Menntaskólann í Kópavogi leiða jafningfræðslu um flest það sem snýr að mat.

Föstudagur 26. september – Ungt fólk og maturinn (kl. 11:00–15:00)

Dagurinn er tileinkaður ungu fólki og tengslum þess við mat og umhverfi. Á dagskrá eru meðal annars: Skynmatsvinnustofur: lykt, áferð og bragð Sýnikennsla frá nemendum í matreiðslu við MK Jurtakokteilabar og kynning á súrdeigsbrauði Fræðsla um uppruna matar, lífræn matvæli og líffræðilega fjölbreytni Ullarvinnsla og ræktun eigin matar. Umhverfisvitund ungs fólks og skemmtilegar þrautir í garðinum

Laugardagur 27. september – Markaður og matarsamtal (kl. 11:00–17:00)

Laugardagurinn býður upp á líflegan markað með fjölbreyttum afurðum frá íslenskum smáframleiðendum, þar á meðal: Geitaafurðir, þaravörur, vegan ástur, sinnep, súkkulaði og rabarbaravörur Reykt og grafið kjöt, súpur og sósur úr eigin ræktun, mjólkurafurðir og kryddsölt Fræðsla og umhverfisspjall með Sorpu

Fræðsluerindi dagsins:

Rabarbari um víða veröld – Nanna Rögnvaldar

Minni sóun – meiri gæði – Bjarki Þór Sólmundarson

Súðbyrðingur – hvað er nú það? – Sigurbjörg Árnadóttir

Fræðsluganga um Grasagarðinn með Borgarnáttúru (á ensku)

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. Komdu og upplifðu hvernig hægt er að tengja saman mat, menningu og umhverfisvitund – fyrir bragðmeiri framtíð!

Staðsetning: Garðskáli Grasagarðs Reykjavíkur Dagar: Föstudagur og laugardagur, 26.–27. september Hátíðin er samstarfsverkefni, Slow Food á Íslandi, Grasagarður Reykjavíkur, Menntaskólinn í Kópavogi, Beint frá Býli og Samtök smáframleiðenda matvæla Hlekkur á FB viðburð https://www.facebook.com/events/1510333563481504

Hlökkum til að sjá ykkur í BragðaGarði daga 26. & 27. september

BRAGÐAGARÐUR 2025 (Presentation (4:3)) – 1

 

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services