BragðaGarður er tveggja daga hátíð sem fagnar matarmenningu, sjálfbærni og líffræðilegri fjölbreytni – haldin í Garðskálanum í Grasagarði Reykjavíkur. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn og er að vanda fjölbreytt dagskrá sem hentar flestum hópum.
Dagskráinn á föstudeginum er sérstaklega sniðin að ungu fólki, nemendur úr matvælagreinum við Menntaskólann í Kópavogi leiða jafningfræðslu um flest það sem snýr að mat.
Föstudagur 26. september – Ungt fólk og maturinn (kl. 11:00–15:00)
Dagurinn er tileinkaður ungu fólki og tengslum þess við mat og umhverfi. Á dagskrá eru meðal annars: Skynmatsvinnustofur: lykt, áferð og bragð Sýnikennsla frá nemendum í matreiðslu við MK Jurtakokteilabar og kynning á súrdeigsbrauði Fræðsla um uppruna matar, lífræn matvæli og líffræðilega fjölbreytni Ullarvinnsla og ræktun eigin matar. Umhverfisvitund ungs fólks og skemmtilegar þrautir í garðinum
Laugardagur 27. september – Markaður og matarsamtal (kl. 11:00–17:00)
Laugardagurinn býður upp á líflegan markað með fjölbreyttum afurðum frá íslenskum smáframleiðendum, þar á meðal: Geitaafurðir, þaravörur, vegan ástur, sinnep, súkkulaði og rabarbaravörur Reykt og grafið kjöt, súpur og sósur úr eigin ræktun, mjólkurafurðir og kryddsölt Fræðsla og umhverfisspjall með Sorpu
Fræðsluerindi dagsins:
Rabarbari um víða veröld – Nanna Rögnvaldar
Minni sóun – meiri gæði – Bjarki Þór Sólmundarson
Súðbyrðingur – hvað er nú það? – Sigurbjörg Árnadóttir
Fræðsluganga um Grasagarðinn með Borgarnáttúru (á ensku)
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. Komdu og upplifðu hvernig hægt er að tengja saman mat, menningu og umhverfisvitund – fyrir bragðmeiri framtíð!
Staðsetning: Garðskáli Grasagarðs Reykjavíkur Dagar: Föstudagur og laugardagur, 26.–27. september Hátíðin er samstarfsverkefni, Slow Food á Íslandi, Grasagarður Reykjavíkur, Menntaskólinn í Kópavogi, Beint frá Býli og Samtök smáframleiðenda matvæla Hlekkur á FB viðburð https://www.facebook.com/events/1510333563481504
Hlökkum til að sjá ykkur í BragðaGarði daga 26. & 27. september