Carlo Petrini, einn af stofnendum samtakanna og formaður þeirra frá upphafi, heimsækir okkur 22. til 25. maí. Eftir heimsókn Piero Sardo í júní 2015, hefur Ísland verið í sviðsljósinu í Bra sem eins konar rannsóknastofu fyrir hugmyndafræði Slow Food. Sterkur matarmenningararfur sem á í vök að verjast, margar afurðir skráðar í Bragðörkinni og 2 afurðir komnar í Presidia, eldmóðir matreiðslumenn sem hafa tileinkað sér hugmyndafræðina SLow Food og sérstaklega gott samstarf við ótal marga aðila í matarframleiðslu og geiranum almennt – allt þetta hefur vakið athygli.
Carlo mun halda fyrirlestri í Háksóla Íslands (salut Hl 101 við Háskólatorg) kl 13.30 þ. 23. maí og eru allir velkomnir. Sömuleiðis eru Slow Food vinir velkomnir að hitta hann um kvöldið á Mat Barnum við Hverfisgötu (þarf að skrá sig hjá Eirnýju [email protected]) kl 18.30. Meira um það síðar.
Carlo Petrini verður svo fyrir austan á Héraði, þar sem Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon taka á móti honum og skipuleggja heimsóknir um Austurland til að leyfa honum að kynnast bændum og smáframleiðendum.