Síðasta laugardag í apríl, tileinka Slow Food samtökin um heim allan baráttunni við matarsóun. Um þriðjungur allra framleiddra matvæla fara í ruslið á heimsvísu, talið er að matarsóun ein og sér sé ábyrg fyrir losun 8 – 10% allra gróðurhúslofttegunda.
Þess vegna höldum við partý! Til að vekja athygli á þessu mikla vandamáli verðu Diskósúpa í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 26. Apríl kl 12:30 – 14:00. Nemendur í Matvælaskóla MK elda dýrindis súpur úr hráefni sem hefði einhverra hluta vegna farið í súginn og bjóða gestum og nemum Háskólans á jarðhæð skólans í Sólinn.
Diskósúpa Háskólanum í Reykjavík | Facebook
Mánudaginn 29. Apríl verður Diskósúpa í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík (Sólvallagötu 12). Þar ætla nemendur skólans sömuleiðis að bjóða upp á súpu úr hráefni sem er búið að dæma sem rusl. Skólinn er opinn öllum og súpa í boði frá kl 11:30 – 13:00
Laugardaginn 27. apríl hvetja Slow Food Reykjavík samtökin ykkur öll til að búa til geggjaðan mat úr því sem er til í ísskápnum og búrskápnum. Skella góðri tónlist á og dansa við matargerðina. Því besta partýið er alltaf í eldhúsinu! Verum hluti af lausninni og það besta er að lausnin er bragðgóð
Endlega skellið myndum af afurðunum á samfélagsmiðla má merkja #WDSD og #SFR