Home / Fréttir / Diskósúpudagar Slow Food Reykjavík

Diskósúpudagar Slow Food Reykjavík

Diskósúpudagur Slow Food 2024

Síðasta laugardag í apríl, tileinka Slow Food samtökin um heim allan baráttunni við matarsóun. Um þriðjungur allra framleiddra matvæla fara í ruslið á heimsvísu, talið er að matarsóun ein og sér sé ábyrg fyrir losun 8 – 10% allra gróðurhúslofttegunda.

Þess vegna höldum við partý! Til að vekja athygli á þessu mikla vandamáli verðu Diskósúpa í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 26. Apríl kl 12:30 – 14:00. Nemendur í Matvælaskóla MK elda dýrindis súpur úr hráefni sem hefði einhverra hluta vegna farið í súginn og bjóða gestum og nemum Háskólans á jarðhæð skólans í Sólinn.

Diskósúpa Háskólanum í Reykjavík | Facebook

 

Mánudaginn 29. Apríl verður Diskósúpa í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík (Sólvallagötu 12). Þar ætla nemendur skólans sömuleiðis að bjóða upp á súpu úr hráefni sem er búið að dæma sem rusl.  Skólinn er opinn öllum og súpa í boði frá kl 11:30 – 13:00

Diskósúpa í Húsó | Facebook

 

Laugardaginn 27. apríl hvetja Slow Food Reykjavík samtökin ykkur öll til að búa til geggjaðan mat úr því sem er til í ísskápnum og búrskápnum. Skella góðri tónlist á og dansa við matargerðina. Því besta partýið er alltaf í eldhúsinu! Verum hluti af lausninni og það besta er að lausnin er bragðgóð

Endlega skellið myndum af afurðunum á samfélagsmiðla má merkja #WDSD og #SFR

https://www.slowfood.com/events/world-disco-soup-day/

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services