Harðfiskur er allt annað en harðfiskur. Það er ekki svo langt síðan að allur harðfiskurinn (sem var fyrr á öldum kallaður “stockfish” og var sá besti í Evrópu) var hjallaþurrkaður á köldu mánuðunum og barinn á stein. Nú er hann nær allur framleiddur í hitaklefum og inniheldur meira salt, og svo “stansaður”í vél. En nokkrir framleiðendur á VEstfjörðum vinna hann enn á gamla mátann, meðal annars EG Fiskverkun í Flateyri.