Matarmarkaðurinn Búrsins er orðinn fastur líður í lífi borgarbúa, og var það haldið síðasta helgi í ágúst. Það var afar vel sótt eins og alltaf, u.þ.b. 30 000 manns komu og fleiri en 50 framleiðendur voru með bás. Næsti markaður verður um miðjan nóvember, á sama tíma og Matís mun standa fyrir keppni um besta handverkið. Nánar um það síðar, en hér er mynd af markaðinum nú í lok ágúst, Arctic Modd kynnir lífrænt te.