
Áhugafólki um matarmenningu og gómsæt matvæli gefst hér tækifæri til skoða matarkistu Skagafjarðar og kynnast fólkinu á bak við hráefnið – þeim sem rækta, framleiða og skapa með ástríðu og virðingu fyrir náttúru og staðbundinni menningu.
Hér mætast hefðir og nýsköpun á einstakan hátt svo úr hefur þróast fjölbreytt framleiðsla á hágæða matvælum, sem við fáum að smakka, skoða og skilja. Í stuttu máli að njóta þess besta sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.
Hér mætast hefðir og nýsköpun á einstakan hátt svo úr hefur þróast fjölbreytt framleiðsla á hágæða matvælum, sem við fáum að smakka, skoða og skilja. Í stuttu máli að njóta þess besta sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.
Verð: 35.000 kr. á mann
Innifalið er kvöldverður á laugardagskvöldið á Hofsstöðum með fókus á staðbundin hráefni og léttur hádegisverður á sunnudag í Héðinsminni, auk heimsókna til smáframleiðenda með kynningu á þeirra vörum, smakki og fróðleik bæði laugardag og sunnudag.
Heimsóttir verða, Brúnastaðir, Iceponica, Hringversskógur, Breiðargerði, Sölvanes, Stórhóll, Starrastaðir og í lokin snæddur síðbúinn hádegisverður í Héðinsminni áður en fólk heldur heim á leið.
Hér er hlekkur á skráningu í ferðina. https://zoel9oz99ux.typeform.com/to/GFEoRBns
Þátttakendur bóka gistingu sjálfir og sameinast í bíla til að ferðast á milli staða.
Tilboð er á gistingu fyrir þátttakendur í ferðinni á Hofsstöðum.
24.750 kr nóttin í tveggja manna herbergi með morgunverð og
19.750 kr nóttin í eins manns herbergi. Bókið í síma 453 7300 eða [email protected] og takið fram að þið séuð í Slow Food ferð.
Ferðin hefst á Hofsstöðum í Skagafirði kl. 13:30 laugardaginn 25. október og lýkur um kl. 16:00 sunnudaginn 26. október.