Home / Fréttir / Matarslóðir Skagafjarðar Slow Food ferð 25. & 26. október

Matarslóðir Skagafjarðar Slow Food ferð 25. & 26. október

Helgina 25. og 26. október bjóða bændur og matarfrumkvöðlar í Skagafirði til veislu í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir – og þér er boðið!
Áhugafólki um matarmenningu og gómsæt matvæli gefst hér tækifæri til skoða matarkistu Skagafjarðar og kynnast fólkinu á bak við hráefnið – þeim sem rækta, framleiða og skapa með ástríðu og virðingu fyrir náttúru og staðbundinni menningu.
Hér mætast hefðir og nýsköpun á einstakan hátt svo úr hefur þróast fjölbreytt framleiðsla á hágæða matvælum, sem við fáum að smakka, skoða og skilja. Í stuttu máli að njóta þess besta sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.
Verð: 35.000 kr. á mann
Innifalið er kvöldverður á laugardagskvöldið á Hofsstöðum með fókus á staðbundin hráefni og léttur hádegisverður á sunnudag í Héðinsminni, auk heimsókna til smáframleiðenda með kynningu á þeirra vörum, smakki og fróðleik bæði laugardag og sunnudag.
Heimsóttir verða, Brúnastaðir, Iceponica, Hringversskógur, Breiðargerði, Sölvanes, Stórhóll, Starrastaðir og í lokin snæddur síðbúinn hádegisverður í Héðinsminni áður en fólk heldur heim á leið.
Hér er hlekkur á skráningu í ferðina. https://zoel9oz99ux.typeform.com/to/GFEoRBns
Þátttakendur bóka gistingu sjálfir og sameinast í bíla til að ferðast á milli staða.

Tilboð er á gistingu fyrir þátttakendur í ferðinni á Hofsstöðum.
24.750 kr nóttin í tveggja manna herbergi með morgunverð og
19.750 kr nóttin í eins manns herbergi. Bókið í síma 453 7300 eða [email protected] og takið fram að þið séuð í Slow Food ferð.
Ferðin hefst á Hofsstöðum í Skagafirði kl. 13:30 laugardaginn 25. október og lýkur um kl. 16:00 sunnudaginn 26. október.
Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services