Aðalfundur Slow Food Reykjavík fór fram mánudagskvöldið 4. nóvember.
Dóra Svavarsdóttir var endurkjörinn formaður, nýr inn í stjórn kemur Árni Þórður Randversson.
Stjórnina skipa:
Dóra Svavarsdóttir formaður
Þórhildur M. Jónsdóttir (fulltrúi Íslands í stjórn Slow Food i Norden)
Árni Þórður Randversson
Guðmundur Guðmundsson
Svava Hrönn Guðmundsdóttir
Ægir Friðriksson, varamaður
Sif Matthíasdóttir, varamaður
Mikil hugur er í félögum í Slow Food og samþykkt að fjölga í stjórn í 7 aðalmenn og verða þeir kosnir á næsta aðalfundi.
Rætt var um að fjölga viðburðum á landsbyggðinni og tengja betur við þá félaga sem búa hringin í kringum landið.
Það eru nokkrir viðburðir í pípunum: Diskósúpa 8. nóvember í samvinnu við Matvælaskólann í MK og HR, súpa verður í boði í andyri Háskólans á milli kl 12:00 – 13:30
Slow Food verður á Matarmarkaði Íslands í Hörpu og áframhaldandi samstarf við fjölmörg félagasamtök eru á dagskrá.
Farið var yfir tvö síðustu starfsár í máli og myndum.