Verið er að vinna að því að sækja um skráningu um borð Bragðarkarinnar fyrir Landnámshænuna, íslenskt sauðfé og forystufé, og íslenska mjókurkúna. Landnámshænan er enn í útrýmingarhættu en vinnur á, forystufé er sömuleiðis í hættu um að hverfa því áhuginn og þekkingin eru ekki alltaf fyrir hendi (myndin er af forystufé) – og nýverið var heimilt með reglugerð að flytja inn fósturvísi af holdanautgripi sem er veruleg ógn við íslensku mjólkurkúna (sem er einnig notuð í kjötframleiðslu).
Ólafur Dýrmundsson, fv. ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, hefur veg og vanda að þessum umsóknum. Svar frá Slow Food Foundation for Biodiversity eftir mánuð.