Það hefur ekki farið hátt fyrir í umræðunni að ORF líftækni hefur sótt í byrjun febrúar um leyfi til að rækta í tilraunaskyni byggyrki í landi Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Tilgangurinn er að velja bestu yrkin til að rækta “Cell Cultured meat” eða gervikjöt útfrá vaxtaþáttum (Human Growth Factors) og rækta þau helst utandyra, það er mun ódýrara. Umhverfisstofnun veitir leyfið og sáning á að byrja í maí’-júní.
Ræktunin á að standa í 5 ár, fyrst á 2000 fm reit og svo á 5 ha landi í 2026. Hér eru ýmsar slóðir til að fá nánari upplýsingar:
- Tilkynning frá UST
- Umsókn ORF (ítarleg, á ensku, skráð hjá ESB framkvæmdastjórn “Health and Food Security”
- Slow Food hefur sent umsögn til UST sem lesa má hér (pdf skjal): Slow Food athugasemdir vegna umsóknar Orfs 3.3
- Umsögn VOR (pdf skjal): ORF eb plöntur umsögn 2021 VOR
Við leggjum mesta áherslu á það að tilraunirnar fari fram í lokuðu umhverfi (“confined environment”) í hátæknigróðurhúsi Orf Líftækni í Grindavík þar sem engin vísindaleg rök eru fyrir því að nota allt að 5 ha landbúnaðarlandi önnur en að það sé sparnaður fyrir einkafyrirtækið Orf.
Hér er engin afsökun fyrir því að láta ekki náttúruna njóta vafans.