Home / Fréttir / Skrautlegustu kýr landsins leita að sviðsljósinu!

Skrautlegustu kýr landsins leita að sviðsljósinu!

Ljósmyndakeppni: Skrautlegustu kýr landsins leita að sviðsljósinu!

Slow Food á Íslandi og Lífrænt Ísland blása til einstakar ljósmyndakeppni þar sem litafjölbreytni íslenska kúastofnsins fær að njóta sín í allri sinni náttúrulegu dýrð. Nú þegar kýrnar njóta íslensks sumars er tilvalið fyrir fólk á ferðinni að smella af mynd og taka þátt!

🎯 Tveir keppnisflokkar:

  • Skrautlegasta kýrin – náttúruleg fegurð
  • Kýrin í skrautlegustu aðstæðunum – umhverfið skiptir máli!

📲 Þátttaka: Sendið inn myndir á Instagram eða Facebook-síðu Slow Food á Íslandi með merkinu #skrautkýr – eða í tölvupósti á [email protected]

Athugið: Kýrnar skulu ekki vera skreyttar – við viljum einungis fanga náttúrulega fegurð þeirra!

🏆 Verðlaun: Spennandi vinningar frá:

  • Lífrænum bændum
  • Húsdýragarðinum í Reykjavík
  • Rjómabúinu Erpsstöðum
  • Efstadal
  • Háafelli – Geitfjársetri

🗓️ Lokafrestur innsendinga: 6. ágúst 2025 Eftir það tekur dómnefnd til starfa sem skipuð er:

  • Sigríður Bjarnadóttir, búfjárfræðingur og bóndi í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit
  • Jón Eiríksson, listamaður, ljósmyndari og bóndi á Búrfelli í Miðfirði
  • Hlédís Sveinsdóttir, einn höfunda Ræktum Ísland skýrslunnar og eigandi Matarmarkaðs Íslands

🌍 Endurheimtum tengslin við búfjárkynin okkar! Íslenski kúastofninn er einstakur á heimsvísu og hefur fylgt þjóðinni frá landnámi. Þessi keppni er áminning um mikilvægi þess að varðveita lífræðilega fjölbreytni og munum að virða náttúruna — líka girðingar og einkalönd!

🏅 Vinningsmyndir verða birtar í Bændablaðinu í ágúst.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services