Ljósmyndakeppni: Skrautlegustu kýr landsins leita að sviðsljósinu!
Slow Food á Íslandi og Lífrænt Ísland blása til einstakar ljósmyndakeppni þar sem litafjölbreytni íslenska kúastofnsins fær að njóta sín í allri sinni náttúrulegu dýrð. Nú þegar kýrnar njóta íslensks sumars er tilvalið fyrir fólk á ferðinni að smella af mynd og taka þátt!
🎯 Tveir keppnisflokkar:
- Skrautlegasta kýrin – náttúruleg fegurð
- Kýrin í skrautlegustu aðstæðunum – umhverfið skiptir máli!
📲 Þátttaka: Sendið inn myndir á Instagram eða Facebook-síðu Slow Food á Íslandi með merkinu #skrautkýr – eða í tölvupósti á [email protected]
Athugið: Kýrnar skulu ekki vera skreyttar – við viljum einungis fanga náttúrulega fegurð þeirra!
🏆 Verðlaun: Spennandi vinningar frá:
- Lífrænum bændum
- Húsdýragarðinum í Reykjavík
- Rjómabúinu Erpsstöðum
- Efstadal
- Háafelli – Geitfjársetri
🗓️ Lokafrestur innsendinga: 6. ágúst 2025 Eftir það tekur dómnefnd til starfa sem skipuð er:
- Sigríður Bjarnadóttir, búfjárfræðingur og bóndi í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit
- Jón Eiríksson, listamaður, ljósmyndari og bóndi á Búrfelli í Miðfirði
- Hlédís Sveinsdóttir, einn höfunda Ræktum Ísland skýrslunnar og eigandi Matarmarkaðs Íslands
🌍 Endurheimtum tengslin við búfjárkynin okkar! Íslenski kúastofninn er einstakur á heimsvísu og hefur fylgt þjóðinni frá landnámi. Þessi keppni er áminning um mikilvægi þess að varðveita lífræðilega fjölbreytni og munum að virða náttúruna — líka girðingar og einkalönd!
🏅 Vinningsmyndir verða birtar í Bændablaðinu í ágúst.