Home / Slow Food á Hátíð hafsins

Slow Food á Hátíð hafsins

Slow Food á Hátíð hafsins var haldin 6.-7. júní

Hátíðin mun verða eins og fyrri ár á Sjómannadegi en flytur frá Miðbakkanum yfir á Grandagarð, sem verður lokaður fyrir bílaumferð. Tjöld munu hýsa ýmis “workshop” og gamla frystihús BÚR lifir endurnýjaða lífsdaga í Sjóminjasafninu og rými því tengdu. Slow Food verður með dagskrá sína á hátíðinni í 150 fm sal í Sjóminjasafninu með fallegu útsýni út á höfnina.

Sjávarfang sem bragð er að, nytjategundir, nýjar afurðir, sjálfbærni.  Alla þessa þætti höfum við tileinkað okkur.  En við megum ekki gleyma sólþurrkaða saltfiskinum sem er orðinn svo sjaldgæfur eða lúrunni frá Hornafirði sem var stundum “gæludýr” krakkanna og öllum þessum hefðum sem við Íslendingar erum ríkir af. Hér er eru nokkur dæmi um að það að hefðir og nýjungar geta vel farið saman.

MATÍS – þróunarverkefni með sjávarfang

Kúfskel frá Langanesi
Hraðfrystistöð Þórshafnar hefur unnið kúfskel um nokkur skeið og hefur hún verið lítið á heimamarkaði. Nú gefst tækifæri til að skoða og smakka.

Bleikjusmyrja frá Vatnsfirði.
Frá bleikjueldi í fríðlýstu landi Vatnsfjarðar, kemur þessi smyja sem hægt er að kalla “kaviar Íslands”.

Í Ríki Vatnajökuls.
Matarsmiðja Matís í Hornafirði hefur sérstöðu þar sem hún gefur frumkvöðlum og sma´fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun. Þaðan koma humarafurðir, lúra, og jafnvel makríll (með fyrirvara)

Reykt ýsa frá Grími kokki að hætti Dill Restaurant.
Dill Restaurant var stofnað til að færa okkur Nýja Norræna Eldhúsið, þar sem Nýr Norrænn Matur ræður ríkjum – það er að segja þær afurðir sem gera Ísland og Norðurlöndin að mest spennandi matarkistu og matreiðsluþróun Evrópu í dag.
Gunnar Karl matreiðslumeistari Dill mun matreiða og gefa smakk af:
–          reykta ýsu frá Grími kokki
–          kræklingi frá Hrísey

Fiskisúpan
Kokkarnir snjallir frá Ostabúðinni, Jóhann Jónsson og Jóhann Helgi Jóhannesson, matreiða og selja ljúffenga fiskisúpu.

FYRIRLESTRAR
(fylgist með dagskrá við innganginn – 20 min. erindi)

Nýr Norrænn Matur:
– Laufey Haraldsdóttir Háskólinn á Hólum
– Mads Holm Norræna Húsið

Vottun um sjálfbærni í fiskveiðum – Gísli Gíslason, MSC vottun

Bragðlaukar og skynmat, dæmi með saltfiski – Friðrík Sigurðsson matreiðslumeistari og Matís

Fiskmarkaður við Miðbakka – Brynhildur Pálsdóttir

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services