Aðalfundur Slow Food samtakanna var 6. maí sl. á zoom.
Þar var einróma samþykkt nafnabreyting á félaginu sem nú heitir Slow Food á Íslandi, og skal nota Slow Food Icelandic Network í erlendum verkefnum.
Fjölgað var í stjórn félagsins og eru nú 7 í aðalstjórn og 2 í varastjórn.
Stjórn samtakanna 2025 – 2026
1. Dóra Svavarsdóttir formaður
2. Þórhildur María Jónsdóttir, gjaldkeri
3. Guðmundur Guðmundsson, ritari
4. Árni Randversson, varaformaður
5. Hafliði Halldórsson
6. Halla Sigríður Steinólfsdóttir
7. Svava Hrönn Guðmundsdóttir
Varastjórn: Dísa Anderiman, Elín Arna Kristjánsdóttir Ringsted
Ný stjórn er spennt og mörg verkefni sem eru framundan, má þar nefna Matseðil Náttúrunnar þann 18. júní í Norræna húsinu á degi Sjálfbærrar matargerðarlistar.
BragðaGarður verður haldinn í þriðja sinn í Grasagarði Reykjavíkur dagana 26. & 27. september.
Vinna við umsókn á Hefðum tengdum harðfiski og skreið á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns, heldur áfram.
Fylgist með okkur á samfélagsmiðlum.
Síða á Facebook: https://www.facebook.com/slowfoodisland
Hópur á Facebook: https://www.facebook.com/groups/86627086206