Home / Fréttir / Ísland á Salone del Gusto Terra Madre

Ísland á Salone del Gusto Terra Madre

Salone del GustoSalone del Gusto er stærsta matarmarkaðstorg heims þar sem almenningur hefur aðgang, 250 000 gestir heimsækja sýninguna þar af 60% erlendis frá og 40% frá Ítalíu. Þar tóku 8 smáframleiðendur þátt 2012, en í ár verður þátttaka Íslands með öðru móti. Terra Madre fulltrúar Íslands verða Eirný Sigurðardóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi frá Bjarteyjarsandi, Sif Matthíasdóttir og Jörundur Svavarsson frá Hrísakoti (Sif er formaður Geitfjárræktarfélgsins), Þórir Bergsson og Dóra Svavarsdóttir kokkar. En fleiri fara svo til Torino.

Ísland verður með málstofu um afurðirnar sem eru um borð í Bragðörkina (Ark of Taste) þar sem við útskýrum matarhefðir á Íslandi. Vel að merkja, er Ísland eina landið sem kemur fram sem stakt land .ví aðrar málstofur um sama efni verða um heilu heimsálfa: Asíu, Afríku, Norður og Suður Ameríku. Við munum flytja stutt erindi og bjóða uppá smakk af hangikjöti, salti, harðfiski og skyri.

Dóra Svavarsdóttir (Culina) og Þórir bergsson (Bergsson Mathús) sjá um Terra Madre Kitchen annað hvort á fimmtudeginum eða á laugardeginum og þar sem þau matbúa rétt með hangikjöti, byggsalati með rótargrænmeti, rófustöppu og skyrsósu. Þetta verður selt 10 € á staðnum fyrir 100 manns, og verður peningur notaður til að styrkja verkefni SLow Food þar sem fjármagn vantar, eins og 10 000 garðar í Afríku. Við erum mjög stolt af því, og þökkum sem sem koma að þessu með hráefninu: Fjallalambi og Landssambandi Sauðfjárbænda (Sigurði Eyþórssoyni), Erpsstöpum og Þorgrimi, Saltverki og Birni, Vallanesi (Eymundi og Eygló), og Hrauni í Ölfusi fyrir rófurnar.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services