Slow Food Reykjavík heldur aðalfund sinn 5. nóvember 2020 á veitingastaðnum MATR í Norræna húsinu, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 18:00 og stendur til kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum skal dagskrá aðalfundar vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stefnumótun næsta árs
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
- Kosning kjörstjórnar
- Önnur mál
Kosið verður um tvo aðalfulltrúa í stjórn að þessu sinni. Þær Dominique Plédel Jónsson og Gunnþórunn Einarsdóttir gefa báðar kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Einnig auglýsir stjórn eftir lagabreytingartillögum. Framboðum til stjórnar og lagabreytingartillögum skal skila til stjórnar með því að senda tölvupóst á [email protected] eigi síðar en 22. október. Gildandi samþykktir má nálgast hér.
Hver og einn getur keypt sér veitingar í anda Slow Food á fundarstaðnum.
Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjaví