Vegna þeirra aðstæðna sem Kóvíd faraldurinn hefur skapað í heiminum verður Terra Madre að mestu á netinu að þessu sinni. Hátíðin hefst 8. október næstkomandi og stendur fram í apríl á næsta ári.
Aðgangur er ókeypis að öllum stafrænum Terra Madre viðburðum. Þeir munu skipta hundruðum með þáttöku, sérfræðinga, bænda, Slow Food félaga o.fl. o.fl. frá 160 löndum.
Hægt verður að fylgjast með dagskránni hér á vef Slow Food Reykjavík.