Home / Fréttir / Aðalfundur Slow Food Reykjavík verður 5. nóvember 2020.

Aðalfundur Slow Food Reykjavík verður 5. nóvember 2020.

Slow Food Reykjavík heldur aðalfund sinn 5. nóvember 2020 á veitingastaðnum MATR í Norræna húsinu, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 18:00 og stendur til kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum skal dagskrá aðalfundar vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Stefnumótun næsta árs
 6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
 7. Kosning kjörstjórnar
 8. Önnur mál
Kosið verður um tvo aðalfulltrúa í stjórn að þessu sinni. Þær Dominique Plédel Jónsson og Gunnþórunn Einarsdóttir gefa báðar kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Einnig auglýsir stjórn eftir lagabreytingartillögum. Framboðum til stjórnar og lagabreytingartillögum skal skila til stjórnar með því að senda tölvupóst á [email protected] eigi síðar en 22. október. Gildandi samþykktir má nálgast hér.

Hver og einn getur keypt sér veitingar í anda Slow Food á fundarstaðnum.

Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjaví

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
 • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services