Slow Food Youth Network byrjaði að efna til samkomu þar sem unga fólkið skrældi, skar, hakkaði grænmeti sem seldist ekki vegna sjóngalla, bjó til súpu undir dynjandi diskótónlist – til að vekja athygli á matarsóun. Við höfum margsinnis tekið undir þessum uppákomum og gert oftar en einu sinni okkar eigin Diskósúður oftast undir stjórn Dóru Svavarsdóttur. Nú var ákveðið að gera 29. apríl að Alþjóðlegum Diskósúpudegi – og Dóra stýrði súpugerðinni í Sjávarklasanum á Granda, á sama og Mata-hakkaþón átti sér stað í húsinu.