Home / Fréttir / CARLO PETRINI TIL ÍSLANDS – 22. til 25. maí

CARLO PETRINI TIL ÍSLANDS – 22. til 25. maí

Carlo Petrini, einn af stofnendum samtakanna og formaður þeirra frá upphafi, heimsækir okkur 22. til 25. maí. Eftir heimsókn Piero Sardo í júní 2015, hefur Ísland verið í sviðsljósinu í Bra sem eins konar rannsóknastofu fyrir hugmyndafræði Slow Food. Sterkur matarmenningararfur sem á í vök að verjast, margar afurðir skráðar í Bragðörkinni og 2 afurðir komnar í Presidia, eldmóðir matreiðslumenn sem hafa tileinkað sér hugmyndafræðina SLow Food og sérstaklega gott samstarf við ótal marga aðila í matarframleiðslu og geiranum almennt – allt þetta hefur vakið athygli.

Carlo mun halda fyrirlestri í Háksóla Íslands (salut Hl 101 við Háskólatorg) kl 13.30 þ. 23. maí og eru allir velkomnir. Sömuleiðis eru Slow Food vinir velkomnir að hitta hann um kvöldið á Mat Barnum við Hverfisgötu (þarf að skrá sig hjá Eirnýju [email protected]) kl 18.30. Meira um það síðar.

Carlo Petrini verður svo fyrir austan á Héraði, þar sem Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon taka á móti honum og skipuleggja heimsóknir um Austurland til að leyfa honum að kynnast bændum og smáframleiðendum.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services