Eins og margir landsmenn fögnum við því að söfnunarátakið “Björgum geitunum á Háafelli” (Save the goats of Háafell”) hefur skilað til Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur fjármagn inn á háar skuldir bússins til Arion Banka og vonum að hægt verði að tryggja framtíð geitanna sjálfra. Það má minna á að á Háafelli eru tæplega 200 geitur á vetrarfóðri af 890 geitur á landinu og er það eitt af fáum búum sem stunda markvísst ræktun á stofninum.
Það má einnig nefna að starfshópurinn sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið skipaði í vor til að skoða úrlausnir í geitfjárrækt, hefur skilað sínu áliti og líklegt er að geitfjárrækt verði við næstu búvörusamninga talin búgrein út af fyrir sig, undir sama hatti og sauðfjárrækt. Það þýðir að greiðslur til þeirra sem stunda geitfjárrækt fá beingreiðslur og hægt verður að koma henni uppúr tómstundastarfsemi sem hefur einkennt hana öll árin frá 1960.
Íslenska geitin, elsta geitarkyn í Evrópu, er á leið í Presidia sem Slow Food veitir (sjá www.slowfoodfoundation.com)