Salone del Gusto og Terra Madre var mikil upplífun fyrir þá sem fóru héðan frá Íslandi í lok október. “Stærsta markaðstorg heims”, með 250 000 gesti, þar sem fyrirlestrar, smiðjur, fundir fylltu dagskrá að öllum nýjum kynnum ótöldum . 12 Íslendingar fóru á sýninguna og þar var Ísland í sviðsljósi við tvo viðburði:
– Bragðörkin á Íslandi í “House of Biodiversity”, kynning á sérstöðu Íslands varðandi afurðir og smáframleiðendur )Ísland var eina landið sem fékk að kynna sínar afurðir, að öðru leyti voru heimsálfur með samskonar kynningar)
– Terra Madre Kitchen þar sem Dóra Svavarsdóttir (Culina) og Þórir Bergsson (Bergsson Mathús) matreiddu hangikjöt með rófustöppu, skyrsósu og byggsalati í gestina – sem var mest seldi rétturinn á sýningunni.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi í Bjarteyjarsandi, gefur mjög góða mynd af því sem Salone del Gusto er í viðtali við SIðdegisútvarpið á Rás 2 og er upptakan hér: http://www.ruv.is/landbunadarmal/islenskur-matur-a-staersta-matartorgi-heims . Hún var líka í viðtali í Slow Food Radio á sýningunni, og spyrillinn þar var enginn annar en Carla Capalbo, hinn þekkta matarbókahöfundur og blaðamaður.
Fleiri myndir er að finna á Facebook síðunni Slow Food Reykjavík.