Þann 2. mars mun Slow Food Reykjavík, Ungliðahreyfing Slow Food og Gaia, nemendafélag í umhverfis og auðlindafræði, vera með sameiginlegan viðburð í Eiríksbúð sem er samkomusalur í Mýrargarði, Sæmundargötu 21 á Háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni.
Við munum elda saman úr hráefni sem átti að henda, spjalla, reyna að leysa heimsmálin, borða saman og síðan verður Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food Reykjavík með erindi um Mat, sóun og flutninga. Flutningar eru einmitt þema Grænna daga í ár.
Það má koma strax kl 15.30 þegar við byrjum að undirbúa matinn, eða koma og borða með okkur, áætlað er að byrja að borða um kl 19.00.
Það má koma strax kl 15.30 þegar við byrjum að undirbúa matinn, eða koma og borða með okkur, áætlað er að byrja að borða um kl 19.00.
Í framhaldi af matnum verður myndin Black Trail sýnd.
Verið öll velkomin