Eftir heimsókn Piero Sardo í júlí, hefur verið unnið að kappi til að klára skráningu skyrsins í Presidia og þeim áfanga var náð í byrjun ágúst: skyrið okkar, “hefðbundið íslenskt skyr” er orðið skráð í Presidia hjá Slow Food. Nú er stutt í að sækja um IGP eða DOP en það er ekki í okkar höndum heldur ráðuneytisins – þá er það spurning um vilja, á að varðveita menningararf okkar eða leyfa öllum að nota nafnið skyr fyrir hvaða vöru sem er?
Til hamingju Ísland!
Hér er skráningin á Slow Food siðunni www.fondazioneslowfood.com/en/slow-food-presidia/50588