Um miðjan maí, rétt áður en Slow Fish var opnað í Genúa, fengum við þau skilaboð um að Slow Food Foundation for Biodiversity hafði samþykkt 4 nýjar íslenskar afurðir.
Þær eru:
- kæstur hákarl
- hjallaþurkaður harðfiskur
- Sólþurrkaður saltfiskur
- salt unnið úr sjá með hveravatni
Fáir framleiðendur eru eftir af þessum afurðum, einn eftir sem vinnur sólþurrkaðan saltfisk (fyrir utan nokkraéinstaklinga), hákarlavirkun er að hverfa, hjallafiskurinn á í vök að verjast undan þrýstingi frá harðfiskinum sem er unninn í heitaklefum. Saltið var tekið upp aftur nýlega og hefur náð góðum vinsældum aftur á móti.
Fleiri umsóknir eru á leiðinni, m.a. hangikjötið.
Sjá nánar um Bragðaörkina og íslensku afurðirnar meðþví að smella hér.