Bragörkin tekur um borð búfjártegundir, nytjaplöntur, matvæli sem eru hefðbundin, tilheyra menningar- og matararf okkar en eru í útrýmingarhættu vegna iðnaðarvæðingu eða áhugaleysi. Margt á Íslandi á að fara um borð í Örkina og nýlega hafa verið tekin inn nokkrar afurðir:
* Kleinan, sem er vissulega ekki í útrýmingarhættu en upprunalega uppskrift (húsmóðurinnar!) þarf að varðveita
* Gulrófan, sem verður eftir í ekrunum því hún er komin í flokk ljótu grænmetis
* Ætihvönn sem er orðin svo mikið eftirsótt að hún á erfitt uppdráttar á sumum stöðum
* Fjallagrös sem eru notuð af fáum í dag
* Svartfuglsegg og tínsluaðferð, svo og mikilvægi þeirra í mataræði við strendur landsins
Fleira er á leiðinni, en þarf að gefa sér tíma til að senda umsóknir.