Home / Fréttir / Piero Sardo til Íslands 7. til 11. júlí

Piero Sardo til Íslands 7. til 11. júlí

Piero SardoPiero Sardo er einn af stofnendum Slow Food fyrir 25 árum síðan og er í dag framkvæmdastjóri fyrir Slow Food Foundation for Biodiversity (sjá http://www.fondazioneslowfood.com/en/what-we-do/) Stofnunin sér um að samþykkja afurðir í Bragðörkina, sem Presidia, að veita aðstoð til að stofna Chef’s Alliance eða samtök þeirra matreiðslumanna sem í gegnum þeirra starf varðveita einmitt afurðir sem eru skráðar í Örkinni og Presidia.

Piero og Elisa Demichelis, sem hefur undanfarin ár séð um Norðurlöndin á aðalskrifstofu Slow Food, munu taka þetta allt fyrir á meðan þau verða stödd hér á landi. Bændasamtökin skipuleggja málstofu á fimmt. 9. júlí kl 9 í Bændahöllinni undir heiti “Að vernda líffræðilega fjölbreytni”, þau munu heimsækja smáframleiðendur á Vesturlandi og í Reykjavík, hitta matreiðslumenn sem hafa áhuga að vera með í Chef’s Alliance, og staðfesta skráningu íslensku geitarinnar og skyrsins (hefðbundið íslenskt skyr) í Presidia.

Það er mikið gleðiefni að fá Piero Sardo til landsins, hann er einn af fremstu sérfræðingum í líffræðilega fjölbreytni (biodiversity) í verki.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services