Piero Sardo er einn af stofnendum Slow Food fyrir 25 árum síðan og er í dag framkvæmdastjóri fyrir Slow Food Foundation for Biodiversity (sjá http://www.fondazioneslowfood.com/en/what-we-do/) Stofnunin sér um að samþykkja afurðir í Bragðörkina, sem Presidia, að veita aðstoð til að stofna Chef’s Alliance eða samtök þeirra matreiðslumanna sem í gegnum þeirra starf varðveita einmitt afurðir sem eru skráðar í Örkinni og Presidia.
Piero og Elisa Demichelis, sem hefur undanfarin ár séð um Norðurlöndin á aðalskrifstofu Slow Food, munu taka þetta allt fyrir á meðan þau verða stödd hér á landi. Bændasamtökin skipuleggja málstofu á fimmt. 9. júlí kl 9 í Bændahöllinni undir heiti “Að vernda líffræðilega fjölbreytni”, þau munu heimsækja smáframleiðendur á Vesturlandi og í Reykjavík, hitta matreiðslumenn sem hafa áhuga að vera með í Chef’s Alliance, og staðfesta skráningu íslensku geitarinnar og skyrsins (hefðbundið íslenskt skyr) í Presidia.
Það er mikið gleðiefni að fá Piero Sardo til landsins, hann er einn af fremstu sérfræðingum í líffræðilega fjölbreytni (biodiversity) í verki.