Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að áður auglýstur aðalfundur Slow food Reykjavík verði rafrænn þann 5. nóvember 2020 kl 18.00.
Dagskráin verður sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stefnumótun næsta árs
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
- Kosning kjörstjórnar
- Önnur mál
- Dominique segir frá verkefnum Slow food i Norden
- Cornel G. Popa segir frá verkefnum Slow food youth
Komið hafa fram tvær lagabreytingatillögur:
Nr 1.
2. gr. Tilgangur Slow food Reykjavík
Liður d) orðist þannig: Vinna að upplýstri umræðu um umhverfismál, sjálfbærni og líffræðilega fjölbreytni, svo og áhrif matarvenja og framleiðslu á umhverfið og samfélagið í heild.
Greinargerð: Í hugmyndafræði Slow Food er líffræðileg fjölbreytni mjög mikilvægur þáttur, sbr. t.d. bæklinginn Biodiversity frá Slow Food. Bæði Bragðörkin (Ark of Taste) og framleiðendahóparnir (Presidia) byggjast mjög á þessum grunni. Samt er staðan þannig að líffæðileg fjölbreytni er ekki nefnd í Samþykktunum okkar þótt. Hún fellur að vísu undir sjálfbærni í d) lið. Því er lagt til að ofangreind tillaga um breytingu verði skoðuð fyrir aðalfundinn og hún lögð fyrir hann til umræðu og samþykktar.
Nr 2.
7.gr.. Stjórnin er skipuð fimm manns og tvo varamenn sem eru kosnir til eins árs í senn. Restinn af greininni stendur sem fyrr. Greinargerð: Áður voru stóð að varamenn væru kosnir til tveggja ára. Með því að endurnýja umboð þeirra á hverju ári, skapar það lagalegt öryggi um að fylla á varamannabekkinn, þurfi varamaður að stíga inn sem aðalmaður á kjörtímabili.
Ragnheiður Axel hefur ákveðið að draga sig úr stjórninni og Svavar Halldórsson hefur tekið sæti hennar í aðalstjórn.
Cornel G Popa hefur boðið sig fram sem varamann. Hann er drifjöðurinn á back við Slow food youth hér á landi.
Ekki bárust mótframboð til þeirra tveggja sæta sem kjósa átti um á þessu ári í aðalstjórn.
Aðgengi að rafrænum aðalfundi Slow Food Reykjavík 5. nóvember 2020 kl. 18:00 er á slóðinni: https://zoom.us/j/6238465818
Lykilorð til að skrá sig inn er: 182084
Með góðum kveðjum út í haustmyrkrið
f.h. stórnar Slow food Reykjavík
Dóra Svavarsdóttir
formaður