Það er stutt í næsta Salone del Gusto – Terra Madre, sem verður haldið í Torino 23. til 27. október n.k. Salone del Gustp er Slow Food sýning, stærsta matvælasýningin (opin almenningi) í heiminum hvað varðar fjöldi gesta. rúmlega 250 000 gestir sem koma alls staðar að. Í ár er sýningin tileinkuð afurðir sem eru um borð í Bragðörkina og einnig Fjölskyldubúskap, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og FAO. Í ára hafa 6 Íslendingar fengið boð um að taka þátt í Terra Madre, þar sem fulltrúar “Matarsamfélaga” (food communities) frá öllum heiminum hittast. Það eru: Eirný Sigurðardóttir (Búrið og Matarmarkaður Búrsins), Arnheiður Hjörleifsdóttir (bóndi og umhverfisfræðingur á Bjarteyjarsandi, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet frá Möðrudal, Dóra Svavarsdóttir (kokkur í Culina) og Þórir Bergsson (kokkur í Bergsson Mathús).