Home / Fréttir / Slow Fish í Genúa í júní 2023

Slow Fish í Genúa í júní 2023

Hjónin Anna Friðriksdóttir og Guðmundur Guðmundsson, fóru á Slow Fish ráðstefnuna í Genúa í byrjuun júní. Þau sendu okkur línu og nokkrar myndir .

Dagana 1. til 4. júní sóttum við hjónin ráðstefnu eða sýningu SlowFish í Genúa á Ítalíu. SlowFish er knappskot frá SlowFood-hreyfingunni og eins og nafnið gefur til kynna er þar gjarnan fjallað um sjávarfang og ástandi sjávar og fiskistofna. Samkoman er haldin annað hvert ár við gömlu höfnina í Genúa og opin hverjum sem er.

Saltfiskur með ertumauki, svörtum hvítlauki og rósmarínolíu

Saltfiskur með ertumauki, svörtum hvítlauki og rósmarínolíu

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Frá strönd til strandar“ og sjónum ekki aðeins beint að hafinu heldur að samfélögunum sem byggja strendurnar og þeirra afurðum.

 

Þetta var í annað sinn sem við tókum þátt í SlowFish í Genúa. Fyrra skiptið var árið 2013. Mér fannst ekki mikil breyting hafa orðið á þinginu á þessum áratug. Umfangið virtist svipað, fjöldi kynningar- og sölubása svipaður, þó að í minningunni finnst mér að fyrir tíu árum hafi fleiri sýningar- og sölubásar verið skipaðir erlendum þátttakendum. Nú voru þeir aðeins tveir; norskur framleiðandi kynnti saltfisk og Hollendingar buðu upp á villtar ostrur, rétt eins og fyrr. Þótt margir hafi verið á hafnarsvæðinu á föstudegi og laugardegi hafði ég á tilfinningunni að færri hefðu verið þar gagngert til þess að skoða sýninguna. Stjórnvöld sýndu ráðstefnunni áhuga og á fyrsta degi hennar heilsaði forsætisráðherra Ítalíu upp á ráðstefnuhaldara.

 

 

Sjávarfang og vín frá Giglíóeyju: Boðið var upp á margs konar rétti frá Giglíóeyju, þar á meðal hráan karfaling

Á ráðstefnunni voru haldnir umræðufundir þar sem blaðamenn og sérfræðingar skiptust á skoðunum. Einnig héldu fræðimenn fyrirlestra um knýjandi úrlausnarefni svo sem um hnignandi ástand sjávar. Þá var og boðið upp á fjölmarga „vinnufundi“ þar sem framleiðendur og sérfræðingar kynntu mat og vín sem þátttakendur fengu að bragða á. Afurðirnar voru gjarnan frá afskekktum svæðum þar sem byggð hafði verið upp matartengd ferðaþjónusta í anda SlowFood. Við mættum á sex smakkanir og voru þær hver annarri fróðlegri. Við tölum ekki ítölsku en efnið var jafnóðum túlkað á ensku.

 

Hér fylgja með myndir frá nokkrum smökkunum sem við tókum þátt í.

 

Karstsléttan og Tríestflói: Hrár skelfiskur úr flóanum.

Úr sveitum Lígúríu: Maríneraðar ansjósur á salvíublaði með baunamauki.

 

Fyrsta smökkun – sjávarréttir frá sveitum (!) Lígúríu: Saltaður þorskur í dulargervi. Með honum voru borin fram tvenns konar Gavívín úr Cortese þrúgunni.

Matseðill fyrir SlowFish-kvöldverð á veitingastaðnum Bistrot Rollipop.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services