“Að vera stolt af matarhefðum okkar”
17. MARS – KL 18.30
Staður: MATUR OG DRYKKUR – Grandagarði 2
“Að vera stolt af matarhefðum okkar”
Á veitingastaðnum “Matur og Drykkur” sem opnaði fyrir stuttu, ætlar matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson að “gera Íslendinga stolta af matarhefðum sínum”. Hann tekur matreiðslubíblíu okkar, Matur og Drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur, notar uppskriftir hennar og sýna að þær eiga fullt erindi til okkar. Gísli ætlar að segja okkur hvernig hann fer að því og gefa okkur að smakka 4 smárétti.
Svo ætlar Gunnþórunn Einarsdóttir frá Matís að útskýra hvernig hægt er að fara alla leið í þeim efnum með því að vinna með smáframleiðendum og skipuleggja matarhandverkskeppni.
Skráið ykkur á viðburðinn á Facebook eða sendið póst á [email protected], verð 1490 kr (fyrir smáréttina)