CROWDFUNDING : DONATE NOW á forsíðu heimasíðunnar (www.wefeedtheplanet.com)
Á Expo 2015 (1.maí til 20. október 2015) í Milanó eru aðalkostunaraðilar Mc Donald, Nestlé og Coca Cola því þemað er “Feed the planet”. Ungliðahreyfing Slow Food, SFYN, ákvað að koma réttu skilaboðin á framfæri, sem sagt að þeir sem brauðfæða jörðina eru bændur og meðal þeirra ungir bændur. Frá Íslandi fara líka ungir bændar og smáframleiðendur til Milanó, Svavar P. Eysteinsson og Berglind Hässler frá Berufirði og munu þau taka þátt í Terra Madre Giovanni, uppspretta nýrra hugmynda og ómetanlegra tengsla. En það þarf að fjármagna komu þeirra allra til Milanó og sett hefur verið í gang söfnun á heimsvísu í gegnum “Crowdfunding” og við hvetjum alla til að gefa þó ekki væri nema 10 eða 20 € – það gerir herslumuninn…