Terra Madre hefur kallað saman fulltrúa frá öllum löndum heims til Torino á tveggja fresti, þegar Salone del Gusto hefur verið haldinn. Þar standa til boða pallborðsumræður, vinnustofur, málstofur, Slow Food fundir, og margt annað. Nú er Terra Madre komið til Norðurlanda og verður haldið 27. til 29. apríl í Ködbyení Kaupmannahöfn. Þar munu smáframleiðendur, bændur, háskólafólk, kokkar og allir “Foodies” hittast, læra, hlusta, smakka, borða saman og skoða hvernig Norðurlöndin geta haft sameiginlega stednu í matarframleiðslu – “good, clean and fair”. Frá Íslandi fara 12 smáframleiðendur með mjög mismunandi vörur og Ísland mun standa fyrir nokkrum vinnustofum/workshops og taka sömuleiðis þátt í málstofur. Fylgist með á heimasíðu Terra Madre Nordic !