Terra Madre Nordic, sem var fyrst á dagskrá í ágúst 2020, var nokkra sinnum frestað vegna Covid faraldursins en með þolinmæði, seiglu og góðu samstarfi við samstarfsaðila okkar á Norðurlöndum (þar ber fyrst og fremst að nefna Norræna Ráðherranefndina, Ny Nordisk Mad stýrihóp, og Eldrimner Resource Center í Östersund í Svíþjóð) var haldin í Stora Skuggan í Stokkhólmi 1. til 3. september 2022.
Íslendingar tóku þátt í NAFA (Nordic Artisan Food Awards) keppninni sem Eldrimner skipulagði, 7 sendu inn vörur sínar og 4 komu heim með verðlaun, sem telst mjög góður árangur. Fyrir neðan eru nokkrar myndir.