Ákveðið hefur verið að fresta áður auglýstum aðalfundi Slow Food Reykjavík til kl. 20:00 þann 10. nóvember 2021. Fundurinn átti upphaflega að vera 27. október en frestast af óviðráðanlegum orsökum.
Fundurinn verður haldinn Zoom. Smellið hér til að tengjast fundinum.
DAGSKRÁ
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Stefnumótun næsta árs
Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Kosning kjörstjórnar
Önnur mál
Kosið verður um formann og tvo meðstjórnendur auk tveggja varamanna.
Vinsamlega tilkynnið framboð til stjórnar á netfangið [email protected]
Skuldlausir félagar hafa framboðs og atkvæðisrétt á aðalfundi.
Sendur hefur verið út reikningur fyrir árgjöldum sem valgreiðsla í heimabanka.