BragðaGarður
Dagana 20. – 21. október verður Slow Food hátíð í Grasagarði Reykjavíkur sem heitir BragðaGarður. Fjölbreytt fræðsluerindi, matarmarkaður, smakk vinnustofur og degi kartöflunar verður einnig fagnað. Á föstudeginum verða 11 fræðsluerindi t.a.m. um Geitur, skyr, líffræðilegan fjölbreytileika, skordýr, skógarmat og virði smáframleiðenda. Smakk vinnustofur, þar sem kafað verður ofan í mismunandi tegundir af skyri, salti og fleiru.
Smáframleiðendur verða báða dagana með fjölbreytt úrval af afurðum til sölu, Kaffi Flóran verður opinog matseðilinn endurspeglar Slow Food gildin.
Hlökkum til að sjá ykkur, frítt inn og opið öllum
Föstudagurinn 20. október 11.00 – 17.00
Laugardagurinn 21. október 11.00 – 16.00