Home / Fréttir / Diskósúpa og pallborðsumræður

Diskósúpa og pallborðsumræður

Slow Food  og Hótel og matvælaskólinn á Fundi Fólksin 2023

Það var líf og fjör hjá 1.bekk í matreiðslu í Hótel og matvælaskólanum í MK föstudaginn 15. september sl.  Kennararnir Ægir Friðriksson og Unnsteinn Hjörleifsson höfðu safnað saman hráefni frá birgjum sem einhverra hluta vegna átti að henda. Of mikið, of ljótt, komið nálægt dagssetningu eða hvað það var sem gerir það að verkum að matur telst ekki söluhæfur og fer því í alltof oft í tunnuna. Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food Reykjavík, kom vikuna á undan og talaði við nemendur um vandamálin sem matarsóun er. Þar sem nemendur eru allir í samningsbundnu matreiðslunámi, var sérstaklega rætt um vandamálin inn á veitingastöðunum og mötuneytum. Hversu mikilvægt það er að vera vakandi yfir því hvernig matarsóunin verður til í stóreldhúsum.

 

Nemendur tóku vel í verkefnið og bekknum var skipt niður í smærri hópa og það urðu til 7 frábærar súpur sem komið var með niður í Norræna hús þar sem nemendur skömmtuðu um 200 súpur til svangra gesta á Fundi Fólksins.

 

 

 

 

 

Í framhaldinu stóð Slow Food Reykjavík fyrir pallborðsumræðum undir yfirskriftinni: Góður, hreinn og sanngjarnan mat til framtíðar á Íslandi. Gísli Einarsson fjölmiðlamaður stjórnaði umræðum en þátt tóku, Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna, Arthur Bogason formaður Landsambands Smábátaeigenda, Ísak Jökulsson fulltrúi Ungra bænda, Friðrik V. matreiðslumaður og Dóra Svavarsdóttir frá Slow Food.  Umræður spunnust víða, t.d. mikilvægi þess að neytendur hafi aðgang að fikski „beint úr bát“, hve mikilvægt hringrásar hagkerfið er í bússkap og eins komu fram mismunandi nálganir á lífrænan búskap. Sumir telja það vera einu leiðina til að stuðla að góðum, hreinum og sanngjörnum mat, meðan aðrir vilja samtvinna aðferðir hefðbundins landbúnaðar við lífrænan og sækja fram á þann hátt. Allir voru sammála um að stór átak þyrfti til að vinna gegn matarsóun og stuðla að fullnýtingu afurða. Friðrik V. benti á hve skammt á veg umræða neytenda er komin, þar sem býsnast er yfir því að ekki megi flytja inn ódýrt fuglakjöt hvaðan sem er, á meðan umræðan um að fá gæða íslenskt fuglakjöt sé ekki til staðar.

 

Slow Food Reykjavík þakkar þeim sem komu kærlega fyrir góð skoðana skipti og hressar umræður og sértaklega þeim sem tóku þátt í pallborðinu og Gísla Einarssyni fyrir að stýra þeim. Eins fá kennarar og nemendur í Hótel og matvælaskólanum í MK bestu þakkir fyrir þeirra góðu súpur og þarfa innlegg.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services