Heimildarmyndin First we eat hefur vakið mikla athygli, en hún er gerð af Suzanne Crocker, verðlaunaðri heimildarmyndagerðarkonu og fyrrum heimilislækni. Hún setti sér það markmið að bjóða fjölskyldu sinni einungis upp á heimaræktaðan mat í heilt ár.
Með þessu vildi Suzanne, sem býr í Dawson City í Yukon – afskekktu samfélagi í Norður-Kanada á 64 gráðum norðlægrar breiddar, 300 km í suður frá Norðurheimskautinu – taka þátt í umræðunni um matarsjálfbærni.
Myndin er sýnd í Norræna húsinu 26. september kl. 12:00.
Einnig er hægt að leigja hana á vef RIFF með því að smella hér!